Marija Gedroit semur til ársins 2014

Samið hefur verið við Mariju Gedroit um að leika með Haukum til ársins 2014.  Marija, sem leyst getur allar stöður fyrir utan, átti gott tímabil með Haukum síðasta vetur og var jafn stígandi í hennar leik.  Marija var meðal markahæðstu leikmanna síðasta tímabils í N1-deild kvenna því sannkallaður hvalreki fyrir lið Hauka að hafa slíkan […]

Halldór Harri og Gísli stjórna meistaraflokk kvenna

Handknattleiksdeild Hauka samdi á vormánuðum við Halldór Harra Kristjánsson um stýra kvenna liði félagsins næstu tvö árin. Halldór Harri hefur mikla reynslu af þjálfun úr íslensku og norsku úrvaldeildinni en hann kom til félgasins frá Moldö síðasta sumar og tók að sér þjálfun yngri flokka auk þessa að vera aðstoðarþjálfari í meistarfokk kvenna. Gísli Guðmundsson […]

Jafntefli hjá Haukastelpum gegn Þrótturum

Haukar og Þróttur mættust í gærkvöld í 1.deild kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Ásvöllum. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og voru það heimastúlkur í Haukum sem komust í 1-0 með marki frá Hildigunni Ólafsdóttur á 2. mínútu en Þróttarar jöfnuðu á 82. mínútu.     Haukastelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti og […]

Haukastelpur taka á móti Þrótt á mánudagskvöld

Haukastelpur taka á móti Þrótturum annað kvöld, mánudagskvöld kl.20:00 á Ásvöllum. Haukar hafa leikið tvo leiki hingað til í deildinni, gert jafntefli við ÍR og svo sigrað Hött 2-1. Þróttarar hafa einnig leikið tvo leiki, tapað gegn Sindra og sigrað ÍA. Fyrir mót var búist við miklu af Þróttarliðinu og því raunar spáð að þær […]

Góður sigur á Leikni

Leikur Hauka og Leiknis í dag á Ásvöllum var fínasta skemmtun, bæði lið spiluðu sóknarbolta og mikil barátta einkenndi einnig leikinn sem fram fór í fínu veðri. Viðureignin var nokkuð jöfn og eru Leiknismenn eflaust sárir að hafa ekki tekið neitt með sér úr leiknum en ekki verður þó sagt að sigurinn hafi verið ósanngjarn […]

Haukar í brennidepli á fotbolti.net

Fyrirliði karlaliðs Hauka í knattspyrnu, Hilmar Trausti Arnarson situr fyrir svörum í umfjöllun fotbolta.net um Hauka í dag. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fréttina hér: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=127660

Haukar féllu út úr Borgunarbikarnum eftir vítaspyrnukeppni

Haukar féllu í gærkvöld út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu eftir 6-5 tap gegn Fram í leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, Steve Lennon kom Fram yfir um miðbik seinni hálfleiks en Hilmar Trausti Arnarson jafnaði metin fyrir Hauka úr vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Í framlengingu gerðist fátt markvert […]

Stelpurnar áfram í Borgunarbikarnum

Haukastelpur eru komnar áfram í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fram í gærkvöld á Ásvöllum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og voru það Fram-stúlkur sem komust yfir en Sædís Kærbech Finnbogadóttir jafnaði metin um korteri fyrir leikslok. Í framlengingunni voru Haukar mun sterkari aðilinn og kom Katrín Hulda Guðmundsdóttir stelpunum yfir […]

Haukar og Fram mætast á tveimur vígstöðum

Haukastrákar mæta úrvalsdeildarliði Fram í bikarnum á miðvikudag, kl. 19.15 og fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum.  Haukar eru sem stendur í 2. – 3. sæti 1. deildar karla ásamt Fjölni en Framarar eru í 9. sæti Pepsi deildarinnar eftir frekar erfiða byrjun en liðinu var spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið. Bráðskemmtileg tilviljun ræður því […]