Kári Jónsson fer á kostum með U15 ára landsliðinu

Kári JónssonKári Jónsson leikmaður Hauka hefur átt frábæra leiki með íslenska U15 ára landsliðinu á Copenhagen Invitational mótinu, Íslenska liðið hefur unnið alla 4 leiki sína til þessa og spilar til úrslita á mótinu kl: 13:45 á morgun.

Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í undanriðli mjög örugglega og vann síðan landslið Pólverja í dag í undanúrslitum 62-55 þar sem Kári skoraði hátt í helming stiga íslenska liðsins eða 27 stig. Kári hefur verið stigahæstur íslensku strákanna í öllum leikjunum og verið með að meðaltali 27,5 stig í leik sem er stórbrotin frammistaða.

Haukar senda Kára og félögum hans í íslenska baráttukveðjur í úrslitaleikinn á morgun. Nánar má lesa um leiki liðsins á KKi.is hér og einnig hér.  

Uppfært: Íslensku strákarnir töpuðu úrslitaleiknum við Dani naumt 69 – 65 eftir mikla baráttu. Kári Jónsson var valinn í lið mótsins.