Upphitun á Ásvöllum fyrir leikinn gegn ÍR á föstudaginn

Haukar

Haukar mæta ÍR í 1. deild karla nk. föstudagskvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 á Ásvöllum.  

Haukar í horni og aðrir stuðningsmenn ætla að hita upp fyrir leikinn enda afar mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá efsta sætinu, en ÍR er í fimmta sæti með 11 stig.

Það þarf varla að taka það fram að þjálfari ÍR er Andri Marteinsson en hann þjálfaði hjá Haukum í þónokkur ár, fyrst hjá yngri flokkum félagsins og þjálfaði síðan meistaraflokk Hauka í fjögur ár og kom liðinu upp um þrjár deildir, meðal annars upp í Pepsi-deild karla eftir 30 ára bið.

Upphitunin á Ásvöllum verður í samkomusal okkar Hauka og hefst kl. 18.30. Óli Jó og Sigurbjörn Hreiðars munu fara yfir leikinn með stuðningsmönnum. 

Hægt verður að kaupa pizzur og drykki á vægu verði.