ÍA lagði Hauka

HaukarÍA og Haukar mættust í gærkvöld í 1.deild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli. Fyrirfram var vitað um erfiðan leik yrði að ræða fyrir Haukastelpur enda skaginn með sterkt lið þrátt fyrir að hafa kannski ekki sýnt það sem skildi í byrjun móts. Það fór hins vegar svo í gær að Skagastelpur mættu mun ákveðnari til leiks og höfðu 1-0 forystu eftir fyrri hálfleik þar sem heimaliðið var mun sterkara á vellinum.

Í síðari háfleik tóku Haukastelpur sig á og var jafnræði með liðunum allt þar til korter lifði leiks að ÍA skoraði annað mark sitt og róðurinn orðinn verulega þungur. Rétt áður höfðu Haukar klúðrað algjöru dauðafæri til að jafna leikinn. Í stöðunni 2-0 fengu Haukastelpur annað gott færi til að minnka muninn en það gekk ekki eftir og settu ÍA-stelpur eitt mark í lokinn, lokatölur 3-0.

Sigur ÍA var sanngjarn en hugsanlega helst til of stór, Haukastelpur halda nú á laugardag á Hornafjörð og etja kappi við Sindra. Ljóst er að sá leikur verður ekki síður erfiður en stelpurnar eru staðráðnar í að gera betur en gegn ÍA í gærkvöld.