Afrekstækniþjálfun sumarið 2012

Haukar bjóða upp á afrekstækniþjálfun fyrir stelpur í knattspyrnu í sumar. Kristján Arnar Ingason yfirþjálfara kvennaflokkanna og Jón Stefán Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna munu sjá um þjálfunina. Þetta eru tvö fimm vikna námskeið, 11.júní – 13.júlí og 16.júlí – 17.ágúst. Nánari upplýsingar eru hér til hliðar undir „Sumaríþróttaskóli Hauka“. Hægt er að skrá sig á […]

Þróttur R. og Haukar mætast á fimmtudaginn – Stuðningsmenn hita upp á English Pub

Næsti leikur Hauka í 1.deild karla er næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20:00 á Valbjarnarvelli, er liðið heimsækir Þróttara heim. Liðin hafa byrjað mótið misvel og sitja á sitthvorum enda deildarinnar, Haukar eru á toppi deildarinnar með sjö stig, jafn mörg stig og Víkingur Ólafsvík. Á meðan eru Þróttarar í því neðsta með eitt stig, jafn mörg […]

Stelpurnar unnu Hött

Haukastelpur unnu í dag góðan 2-1 sigur á Hetti á Ásvöllum. Leikið var í sannkallaðari rjóma blíðu og sáust oft ágætis tilþrif á vellinum. Ekki var mikið liðið að af leiknum þegar Kristín Ösp Sigurðardóttir, sem hefður verið iðin við að skora á undirbúningstímabilinu, kom Haukum í 1-0. Kristín fékk þá stungusendingu innfyrir vörn Hattar […]

Sigur á Þór á heimavelli

Haukar unnu fyrr í dag, 1-0 sigur á Þórsurum í 1.deild karla en leikurinn fór fram á Schenker-vellinum okkar, að Ásvöllum. Það var Enok Eiðsson sem smurði boltann upp í vinkilinn í fyrri hálfleik og það mark tryggði Haukum sannfærandi sigur í dag. Næsti leikur Hauka er gegn Þrótti á Valbjarnarvellinum, næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00.  […]

Haukar-Þór í beinni á Haukar TV á morgun

Stórleikur Hauka og Þórsara frá Akureyri í 1.deild karla á morgun, laugardag kl.14:00 verður sýndur í beinni útsendingu á Haukar TV á netinu. Mjög einfalt er að horfa á leikinn, ekkert þarf nema einfaldlega að smella á HAUKAR TV logoið sem er hægra megin á hér á heimasíðunni rétt fyrir neðan miðju. Nú ef þið […]

Gunnhildur semur til tveggja ára

Gunnhildur Gunnarsdóttir mun klæðast Haukatreyjunni áfram en hún og Haukar hafa komist að samkomulagi um að Gunnhildur spili með liðinu næstu tvö árin. Gunnhildur var einn af máttarstólpum silfurliðs Hauka og er ljóst að hlutverk hennar verður ekki síður minna á komandi leiktíð. Gunnhildur er núna stödd í Noregi með A-landsliðinu sem keppir á NM […]

Heimir Óli til Giuf

Heimir Óli Heimisson, Haukamaður og einn af efnilegustu handbotlamönnum landsins hefur ákveð að yfirgefa Hauka og halda á vit ævintýranna í atvinnumennsku í Svíþjóð. Heimir hefur gert tveggja ára samning við Giuf sem þjálfað er af Íslendingnum Kristjáni Andréssyni, sem er sonur, Andrésar Kristjánssonar uppalinns Haukamanns er lék með liðinu fyrr á árum. Við Haukafólk […]

Stórleikur á Ásvöllum á laugardag þegar Haukar mæta Þór

Á laugardaginn verður sannkallaður stórleikur í 1. deild karla í knattspyrnu þegar Haukar taka á móti Þór Akureyri á Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 14.00. Haukar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en liðið sigraði Tindastól 2 – 0 í fyrstu umferð og gerði svo 0 – 0 jafntefli við Hött á Egilsstöðum sl. laugardag. […]

Jafntefli gegn Hetti hjá strákunum

Það var svokölluð hátíð í bæ þegar Höttur lék sinn fyrsta heimaleik í 1. deild karla frá upphafi, í heimsókn voru Haukar úr Hafnarfirði. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru mjög góðar og heimamenn fjölmenntu á völlinn.   Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt var að liðin ætluðu ekki að taka neina sénsa framan af leik. […]

Jafntefli í fyrsta leik hjá stelpunum

Haukastelpur gerðu hreint út sagt grátlegt jaftefli við ÍR í fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Til að gera langa sögu stutta náðu okkar stelpur forystu með marki Þórdísar Önnu Ásgeirsdóttur á 27 mínútu og héldu henni allt þar til ÍR-ingar skoruðu jöfnunarmark sitt beint úr aukaspyrnu þegar ekki nema 30 sekúndur lifðu leiks, […]