Stelpurnar hefja leik í kvöld

Fyrsti leikur hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu fer fram í kvöld á Hertz-vellinum (ÍR-vellinum) í neðra Breiðholti. Skv. spá sérfræðinga fótbolta.net er báðum liðum spáð ágætis gengi í sumar og þó sér í lagi okkar stelpum sem spáð er 3. sæti riðilsins. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að svo geti orðið […]

Lokahóf 1×2 tókst vel!

Lokahóf 1×2 getrauna hjá Haukum var haldið með miklum myndarbrag sl. laugardag á Ásvöllum. Mikið fjölmenni mættu og þáði veglegar veitingar. Jón Björn Skúlason stjórnaði skemmtuninni af miklum myndarbrag og var það mál manna að kallinn hafi staðið sig einstaklega vel! Krýndir voru sigurvegarar hópleiksins og fór leikar þannig að Steinn varð meistari í meistaradeild, […]

Haukar fengu viðurkenningar á lokahófi HSÍ

Haukar voru sigursælir á lokahófi HSÍ sem fram fór um síðast liðna helgi. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins var valinn þjálfari ársins. Aron Rafn Eðvarðsson var valin markvörður ársins og Matthías Árni Ingimarsson var kosinn varnarmaður ársins. Þá var Gylfi Gylfason í liði ársins í N1-deildinni. Óskum við þeim til hamingju með viðurkenningarnar! 

Næstu leikir í fótboltanum

Fyrir Hauka-fólk sem er á faraldsfæti næstu daga þá á meistaraflokkur karla í fótboltanum krefjandi útileiki næstu daga.  Í kvöld spilar liðið í Stykkishólmi gegn Snæfelli í Bikarkeppni KSÍ en lið Snæfells leikur í 3.deild karla og hefst leikurinn kl. 20:00.   Á laugardaginn kl. 14:00 mætum við svo Hetti og fer leikurinn fram á […]

Sigurbergur Sveinsson kominn heim í Hauka

Í gær skrifaði Sigurbergur Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik undir tveggja ára samning við Hauka.Sigurbergur er okkur hjá Haukum að góðu kunnur enda uppalinn hjá félaginu.   Það er mikið fagnaðarefni og mikill fengur að fá Sigurberg aftur í raðir okkar Haukanna og bjóðumv við hann velkominn til leiks.   

Emil, Haukur og Guðmundur semja við Hauka

Haukar hafa lokið við að semja við alla leikmenn sína fyrir komandi keppnistímabil. En þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson og Guðmundur Kári Sævarsson skrifuðu undir samninga við Hauka í dag um að leika með Haukum næstu 2 árin. Nú liggur fyrir að Haukar munu tefla fram í 1.deild á komandi keppnistímabili þeim leikmönnum sem enduðu […]

Uppskeruhátíð yngriflokka í körfunni

Uppskeruhátíð yngriflokka var haldinn í kvöld mánudag 14.maí að viðstöddum iðkenndum og fjölmörgum foreldrum og aðstandendum. Hátíðin hófst á árlegri keppni í Bolla en að henni lokinni voru veitt verðlaun í til þeirra iðkennda sem þjálfarar deildarinnar töldu aðhefðu skarað fram úr síðast liðinn vetur. Gísli Guðlaugsson formaður barna- og unglingaráðs stjórnaði hátíðinni sem var […]

Einstaklingsþjálfun með Helenu Sverrisdóttur

Haukar í samvinnu við Helenu Sverrisdóttur standa fyrir séræfingum fyrir allar stelpur 12 ára og eldri og hefjast æfingar föstudaginn 18. maí. Lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem mið er tekið af getu hvers og eins. Gerð verður áætlun í upphafi fyrir hvern og einn og fundið út á hvaða þætti lögð verður […]

Stelpurnar töpuðu í úrslitaleik Lengjubikarsins

Haukar og ÍA mættust á Akranesvelli á föstudagskvöldið sl. í úrslitaleik Lengjubikarkeppni kvenna C-deildar í knattspyrnu. Fór svo að það voru heimastúlkur í ÍA sem höfðu sigur 1-0 og kom markið strax á 2. mínútu leiksins. ÍA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi, í síðari hálfleik voru […]

Haukasigur í fyrstu umferð

Haukar sigruðu Tindastól í fyrsta leik sumarsins sem fram fór á Ásvöllum í gær. Haukar skoruðu tvö mörk gegn engu marki gestanna. Leikurinn var sýndur í beinni á SportTV og nú er hægt að sjá mörk Hauka á netinu, með því að smella hér sem og viðtal við Guðmund Sævarsson fyrir leik og Sigurbjörn Hreiðarsson eftir leik. […]