Haukar – FH í kvöld

Í kvöld fer fram síðasta umferð N1-deildar karla og er sannkallaður stórleikur á dagskrá þegar okkar drengir taka á móti FH í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl.19.30. Leikurinn skiptir i sjálfu sér litlu máli fyrir strákana okkar sem hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en FH-ingar þurfa að vinna leikinn til að tryggja sér heimaleikjaréttinn í undanúrslitum […]

Haukar B í úrslitum á morgun

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistara B-liða er á morgun laugardag og eiga Haukar þar verðugan fulltrúa. B liðið hefur farið á kostum í vetur og unnu til að mynda undanúrslitaleikinn gegn Keflavík örugglega með 16 stigum. Þetta verður í þriðja skiptið sem að Haukar B spila til úrslita á síðustu sjö árum og alltaf hefur andstæðingurinn verið […]

Bjarni og Jence eftir leik í gær

Haukar.is setti sig í samband við Bjarna Magnússon og Jence Rhoads eftir að leik var lokið í Keflavík í gær þar sem að Haukar sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí og unnu undanúrslitaeinvígið 3-0. Jence Rhoads sagði að Haukaliðið hafði verið nokkuð stressað að mæta Keflvíkingum í undanúrslitum svona í ljósi þess að Keflvíkingar hafa verið fyrna […]

Handbolti: Tap hjá stelpunum

Stelpurnar okkar í handboltanum spiluðu í gær við HK í Kópavogi í N1-deild kvenna. Leikurinn endaði með 31-34 tapi hjá okkar stúlkum en úrslitin skiptu í raun litlu máli upp á framhaldið því það er þegar orðið ljóst að Haukar komast ekki í úrslitakeppni deildarinnar því liðið átti ekki lengur möguleika á sjötta sætinu fyrir […]

Íris í spjalli á karfan.is

Íris Sverrisdóttir var mætt á leik þriðja leik Hauka og Keflavíkur í kvöld, eiturhörð á hækjunum. Karfan.is hitti hana fyrir leik og tók hana í létt spjall. Sjá viðtal á Karfan TV

Haukastelpur í úrslit

Það má með sanni segja að sópurinn hafi farið á loft í Keflavík í kvöld því Haukar unnu stór sigur á liði Keflavíkur og sópaði liðinu 3-0 út úr undanúrslitum. Haukar spiluðu án Írisar Sverrisdóttur sem og Guðrúnar Ámundadóttur og tóku því aðrir leikmenn stærra hlutverk og skiluðu sínu afar vel. Leikurinn fór jafnt af […]

Tímabilið búið hjá Írisi

  Það er orðið ljóst að Íris Sverrisdóttir mun ekki leika meira á þessari leiktíð með Haukum en hún hefur fengið niðurstöðu í meiðslin sem að hún hlaut gegn Keflavík á mánudaginn. Íris fór í segulómskoðun í morgun og kom í ljós að hún er með slitið krossband, slitið hliðar liðband og beinmar sökum þess […]

Bjarni Magg: Vil ekki útiloka hvoruga frá frekari þátttöku

Haukasíðan setti sig í samband við Bjarna Magnússon þjálfara Haukakvenna eftir leik liðsins í gær en Haukar leiða einvígið gegn Keflavík 2-0 eftir frábæran sigur á Keflavík. Bjarni var brattur og sagði að liðið væri komið í ákjósanlega stöðu en vildi ekki meina að sópurinn frægi væri kominn á loft. „Ég veit ekki alveg með þennan […]

Haukar leiða einvígið 2-0

Haukar unnu frábæran sigur á Keflavík í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitum IE-deildar kvenna og leiða því einvígið 2-0 en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Staða Hauka er því góð en sigur Hauka í gær var dýr fyrir liðið því bæði Íris Sverrisdóttir og Guðrún Ámundadóttir urðu fyrir […]

Emil Barja valinn dugnaðarforkur Iceland Expressdeildarinnar

Emil Barja var í dag valinn dugnaðarforkur seinni umferðar Iceland Expressdeildarinnar en valið var birt í dag. Emil er vel að þessari viðurkenningu kominn því þar fer leikmaður sem aldrei gefst upp og spilar jafna vörn á bestu sóknarmenn andstæðinganna. Emil hefur verið jafn besti leikmaður Hauka í vetur þó sérstaklega sinni hluta tímabilsins þegar […]