Haukar B í úrslit

Haukar B eru komnir í úrslit á Íslandsmeistaramóti B- liða í körfuknattleik eftir frábæran sigur á B- liði Keflavíkur í gær. Haukar B hafa verið á miklu flugi og eru menn staðráðnir í því að koma bikarnum heim en B- liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2005. Mótherjar Hauka verða KR – B en þeir lögðu […]

Haukar – Keflavík 1-0

Hauka stelpur byrjuðu í gær keppni í undanúrslitum Iceland Expressdeildarinnar með góðum útisigri á Keflavk 63-54. Varnir beggja liða voru í fyrirrúmi í leiknum og var Haukavörnin mjög sterk og rann skotklukkan nokkrum sinnum út án þess að Keflavík næði skoti á körfuna. Þá voru Keflvíkingar að taka erfiðari skot en Haukar í leiknum.  Keflavík […]

Deildarmeistarar

Haukar urðu í kvöld deildarmeistarar karla í handbolta eftir sigur á Aftureldingu 21-19 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld! Leikurinn sjálfur var ekki stórkostlega spilaður en það skiptir ekki nokkru máli nú þegar ljóst er að okkar drengir hafa unnið deildina. Frábær sigur og þriðji bikarinn á þessu tímabili í hús. Til hamingju Haukar!

Góður sigur á KR

Haukar lögðu KR í gær í Lengjubikar karla í fótbolta 2-0. Það voru þeir Björgvin Stefánsson og Marteinn Pétur Urbancic sem skorðu mörk okkar manna. Mark Björgvins kom á 86. mínútu og Marteinn Pétur innsyglaði svo sigurinn í uppbótartíma. Það má svo sannarlega segja að eftir rólega byrjun í Lengjubikarnum séu okkar menn heldur betur […]

Haukar taka á móti Aftureldingu á föstudagskvöld

Annað kvöld (föstudagskvöld) fer fram næst síðasta umferð N1-deildar karla í handbolta og þá taka Haukar á móti Aftureldingu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl.19:30. Með sigri í leiknum gætu Haukar tryggt sér deildarmeistaratitilinn nái FH ekki að vinna HK á sama tíma í Kaplakrika.  Vinni FH-ingar hins vegar sinn leik eða ef okkar strákar tapa […]

Íris Sverris og Jence Ann Rhoads fá viðurkenningu

Í dag voru veitt verðlaun fyrir seinni helming Iceland Expressdeildar kvenna og áttu Haukar þar tvær glæsilegar körfuboltakonur Írisi Sverrisdóttur og Jence Ann Rhoads.  Íris var valinn í 5 manna úrvalslið seinnihluta íslandsmótsins enda búinn að eiga mjög gott tímabil með 13,3 stig, 3,8 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum í vetur. Þá […]

Haukar mæta KR á fimmtudagskvöld

Haukar mæta KR í Lengjubikarnum á morgun, fimmtudag, og fer leikurinn fram á KR-vellinum í Vesturbænum kl. 19:00.   Strákarnir okkar unnu góðan sigur gegn Selfossi í síðustu umferð Lengjubikarsins, 1 – 0, þar sem Hilmar Trausti skoraði. Við hvetjum alla Haukamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs en Haukar […]

Einir á toppnum

Haukar eru einir á toppnum eftir leiki gærkvöldsins í N1-deild karla í handbolta. Okkar menn unnu öruggan sigur á HK í Digranesi 26-20. Sigurinn var mjög öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Einungis var jafnræði með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins en eftir það höfðu okkar menn forystu á bilinu 3-6 mörk alllt til […]

Dregið í happdrætti 2.flokks

Efnt var til happdrættis til fjáröflunar fyrir æfingaferð drengja í 2.flokki til Spánar í vor. Margir góðir vinningar voru í boði og er ástæða til að þakka öllum stuðningsaðilum kærlega fyrir veittan stuðning, hvort heldur fyrir vinninga eða keypta miða. Laugardaginn 17. mars dró Bjarni Hafsteinn Geirsson framkvæmdastjóri félagsráðs Hauka út vinninga úr seldum miðumog […]

Haukar mæta HK í Digranesi kl.19:30 í kvöld

Spennan heldur áfram í N1-deild karla í handbolta í kvöld þegar heil umferð fer fram. Við Haukar mætum HK í Digranesinu kl.19:30 og er leikurinn eins og flestir aðrir í þessari jöfnu deild, mjög mikilvægur! HK er í þriðja sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Haukum og FH sem eru í 1.-2. sæti. Með sigri […]