Framtíðin björt hjá Haukum

Það hefur verið og mun vera mikið að gera hjá handknattleiksfólki úr Haukum vegna landsliðsæfinga. Stelpurnar eru búnar með æfingarnar en þær voru um þarsíðustu helgi. Strákarnir voru hinsvegar einhverjir við æfingar um síðstu helgi en meiri hlutinn verður við æfingar í þessari viku og um næstu helgi. Í U-16 landsliði kvenna voru þrjár stelpur […]

Leik Hauka og KFÍ frestað

Leik Hauka og KFÍ í Lengjubikarnum hefur verið frestað vegna veðurs en ekki er flugfært Vestur. Nýr leiktími fyrir leikinn er því á morgun kl. 20:00.

Fyrsti sigur Haukakvenna í hús

Haukar unnu sinn fyrsta sigur í IE-deild kvenna í gær þegar að liðið mætti Val á Hlíðarenda. Lokatölur urðu 71-80 fyrir Hauka og var Hope Elam öflug fyrir Haukaliðið. Valur náði undirtökunum í leiknum um miðjan fyrsta leikhluta eftir janfar upphafsmínútur og keyrðu muninn upp í 8 stig. Haukar snéru leiknum sér í vil og […]

Powerade-bikarinn: Haukar-b fá heimaleik – mæta Kötlu

Í gær var dregið í 64-liða úrslit Powerade-bikars karla. Haukar-b fengu heimaleik gegn Kötlu frá Vík í Mýrdal en leikið verður 11.-14. nóvember. Lið í Iceland Express-deild karla og 1. deild karla fara beint í 32-liða úrslit og því er A-lið Hauka komið í 32-liða úrslitin.   Eftirfarandi lið drógust saman:Laugdælir-KR-bÁlftanes-Fjölnir-bStjarnan-b-AugnablikHaukar-b-KatlaLeiknir-Reynir SandgerðiKV-Víkingur ÓlafsvíkMostri-Valur-bTindastóll-b-PatrekurNjarðvík-b-Bolungarvík ÍBV situr […]

Bið verður á fyrsta sigrinum

Fyrsti sigur Hauka í IE-deild Hauka lætur standa á sér en liðið er með 0 stig eftir fjóra leiki. Í kvöld mættu þeir Keflavík í Toyotahöllinni í Keflavík og þrátt fyrir mikla baráttu þá þurfti liðið að þola níu stiga tap, 85-76. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en Haukar gættu þess að missa þá ekki […]

KFUM slagur í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur í kvöld á móti bikarmeisturunum úr systurfélaginu Val, heima að Ásvöllum klukkan 19:30, í kvöld, fimmtudag. Valsmenn sitja í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en Haukar eru í 1.-2. sæti með 8. Valur þarf á sigri að halda til að komast í efri hluta deildarinnar en menn ganga einfaldlega ekki á […]

Stelpurnar enn að leita að fyrsta deildarsigrinum

Haukar töpuðu fyrir Fjölni í kvöld 81-84 í hörkuleik í Iceland Express-deild kvenna. Er þetta þriðja tap Hauka í jafn mörgum leikjum í deildinni. Haukastelpur sem spiluðu rosalega vel á undirbúningstímabilinu og lönduðu sigri í Lengjubikarnum í byrjun október eru ekki búnar að vinna leik í deildinni. Stelpurnar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik […]

Christopher Smith gengur til liðs við Hauka

  Haukar hafa ákveðið að taka á reynslu Christopher Smith sem ætti ekki að vera landsmönnum alls ókunnugur. Smith hefur bæði leikið með liði Fjölnis (09-10) og með liði Njarðvíkur (10-11) og þekkir því deildina vel. Smith lék 15 leiki í IE-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 20.9 stig að meðaltali og tók […]

Fyrsti sigur í hús

Haukar unnu sætan sigur á Fjölnismönnum í Lengjubikarnum í gærkvöld en Davíð Páll Hermannsson skoraði úrslitastigið þegar aðeins 3,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn endaði 74-75 og var allt annað að sjá liðið frá því í leiknum á föstudaginn gegn Stjörnunni. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn en Fjölnismenn náðu tveimur góðum áhlaupum sem […]