Stelpurnar enn að leita að fyrsta deildarsigrinum

Íris Sverrisdóttir að sækja að körfu Fjölnis í kvöldHaukar töpuðu fyrir Fjölni í kvöld 81-84 í hörkuleik í Iceland Express-deild kvenna. Er þetta þriðja tap Hauka í jafn mörgum leikjum í deildinni. Haukastelpur sem spiluðu rosalega vel á undirbúningstímabilinu og lönduðu sigri í Lengjubikarnum í byrjun október eru ekki búnar að vinna leik í deildinni.

Stelpurnar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru um tíma 17 stiga forystu. Í hálfleik var staðan 45-30 og fátt sem benti til þess að gestirnir næðu stigunum sem í boði voru.

Í seinni hálfleik gekk fátt upp hjá okkar konum þar sem tapaðir boltar voru of margir á meðan Fjölniskonur virtust hitta úr öllum mögulegum færum.

Fjölnir komst yfir 77-79 með körfu frá Brittney Jones og var það í fyrsta sinn sem þær leiddu í leiknum síðan staðan var 0-1.

Haukar jöfnuðu með körfu frá Guðrúnu Ámunduadóttir en Brittney Jones kláraði leikinn með rosalegu þriggja-stiga skoti þegar um 15 sekúndur voru eftir og þá komst Fjölnir fjórum stigum yfir 79-83. Fjölnir landaði að lokum sigri 81-84.

Haukastelpur, sem léku án Gunnhildar Gunnarsdóttur og Söru Pálmadóttur, voru ótrúlega óheppnar í lokin á meðan Fjölnir nýtti allt sitt til að klára leikinn.

Stigahæstar hjá Haukum voru Íris Sverrisdóttir, Hope Elam og Jence Ann Rhoads allar með 18 stig.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Val á laugardag. Þær þurfa að hætta að hugsa um tap kvöldsins og einbeita sér að þeim leik.

Áfram Haukar!

Myndasafn á Karfan.is

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Samantekt úr leiknum á Leikbrot.is