Framtíðin björt hjá Haukum

Það hefur verið og mun vera mikið að gera hjá handknattleiksfólki úr Haukum vegna landsliðsæfinga. Stelpurnar eru búnar með æfingarnar en þær voru um þarsíðustu helgi. Strákarnir voru hinsvegar einhverjir við æfingar um síðstu helgi en meiri hlutinn verður við æfingar í þessari viku og um næstu helgi.

Í U-16 landsliði kvenna voru þrjár stelpur valdar á úrtaksæfingar en það voru þær Anna Lillian Þrastardóttir, Natalía María Helen Ægisdóttir og Rakel Una Freysdóttir. Á meðal þjálfara í U16 er fyrrverandi þjálfari meistarflokks kvenna og núverandi þjálfari 8. flokks kvenna Díana Guðjónsdóttir.

Í U-18 var Ragnheiður Sveinsdóttir valin en annar þjálfara landsliðsins er þjálfari 3. og 4. flokks og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Halldór Harri Kristjánsson.

 

Haukar áttu svo 5 fulltrúa í U-20 landsliði kvenna sem undirbýr sig undir undankeppni EM á næsta ári en þar voru Elsa Björg Árnadóttir, Karen Helga Sigurjónsdóttir, Rakel Kristín Jónsdóttir, Silja Ísberg og Viktoría Valdimarsdóttir, auk þessara 5 stelpna er Harri einnig annar þjálfari liðsins. Allar þessar fimm stelpur eru mikilvægir leikmenn í meistaraflokksliði Hauka þrátt fyrir ungan aldur.

 

Í U-16 landsliði karla eru 3 Haukamenn þeir Davíð Stefán Reynisson, Leonhard Harðarson og Þórarinn Leví Traustason. Þetta eru allt leikmenn 4. flokks en þeir spila allir líka með 3. flokki, þess má geta að Davíð og Þórarinn  eru á yngra ári í þessu landsliði.

Í U-18 hafa verið valdnir Haukamennirnir Adam Haukur Baumruk og Sigurður Njálsson. En U-18 ára liðið undirbýr sig undir undankeppni EM sem verður á næsta ári. Sigurður og Adam eru báðir í 3. flokki félagins en Adam er einngi lykilmaður í 2. flokki ásamt því að æfa með meistaraflokki.

Í U-20 landsliðið karla voru 4 Haukastrákar valdir til úrtaksæfinga en það eru þeir Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Egill Eiríksson, Einar Ólafur Vilmundarson og Arnar Ingi Guðmundsson, allir þessir leikmenn æfa með meistaraflokki Hauka ásamt því að spila með 2. flokki.

Svo eftir þessar æfingar voru Brynjólfur og Einar Ólafur valdir í 22 manna hóp sem æfir í þessari viku og verða 16 af þeim valdir til þess að keppa á Opna norðulandamótinu um næstu helgi.

Svo hefur Nemanja Malovic verið valinn í A-landslið Svartfjallalands en hann fór út um hlegina og mun hann æfa og spila leiki með þeim í um rúma viku. Liðið er að æfa sig fyrir undakeppni fyrir HM en þeir leikir fara fram í janúar á næsta ári. 

Síðastur en ekki sístur er það Aron Rafn Eðvarðsson en hann hefur verið valinn í A-landslið karla sem kemur saman og æfir í þessari viku. Fjölmargir aðrir gamlir Haukamenn eru í hópnum en Haukar eiga 4 uppalda leikmenn í landsliðshópnum auk Arons eru það þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Sigurbergur Sveinsson og Vignir Svavarsson. Einnig eru í hópnum þeir Kári Kristján Kristjánsson og Þórir Ólafsson sem hafa spilað í rauða búningnum góða við góðann orðstýr.

Haukar óska öllum þessum krökkum til hamingju með valið. Það er greinilega að framtíðin er björt hjá okkur Haukafólki og það þarf ekki að kvíða framtíðinni!

Framtíðin björt hjá Haukum

Mikill uppgangur hefur verið í barna og unglingastarfi Hauka á undanförnum árum. Félagið hefur lagt mikla áherslu á að efla þjálfun og aðbúnað yngri leikmanna félagsins sem hafa skilað sér í mikilli velgengni yngri flokka félagsins. Yfir 500 iðkendur eru nú í yngri flokkum félagsins og fer fjölgandi. Framtíðin í knattspyrnunni er því björt hjá Haukum.

 

Það hefur því mikið af efnilegum knattspyrnumönnum litið dagsins ljós hjá félaginu og í dag voru undirritaðar samningar við 9 efnilega og upprennandi knattspyrnumenn hjá félaginu. Flestir þessara leikmanna hafa að undanförnu fengið tækifæri í yngri landsliðum Íslands og hefur félagið aldrei áður státað af jafn mörgum leikmönnum þar eins og á liðnum mánuðum. Framundan eru spennandi tímar enda báðir meistaraflokkar félagsins að fara að spila í efstu deild á komandi sumri og með samningum við þessa framtíðarleikmenn félagsins er bjart framundan í knattspyrnunni hjá Haukum.“ 

Efri röð frá vinstri: Elías, Gunnar Örvar, Magnús Þór, Alexander, Jón Hjörtur, Marteinn, Jón Björn og sitjandi: Stefnir, Arnar,  Björgvin og Aron