Fyrsti sigur í hús

Mynd: karfan.is/tomaszHaukar unnu sætan sigur á Fjölnismönnum í Lengjubikarnum í gærkvöld en Davíð Páll Hermannsson skoraði úrslitastigið þegar aðeins 3,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn endaði 74-75 og var allt annað að sjá liðið frá því í leiknum á föstudaginn gegn Stjörnunni.

Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn en Fjölnismenn náðu tveimur góðum áhlaupum sem að Haukar unnu aftur upp. Var jafnt í hálfleik 39-39 en Fjölnir náði að jafna leikinn um leið og leikklukkan rann út. Síðustu mínútur leiksins voru æsi spennandi og skiptust liðin á að vera með forystu en svo fór að fyrrnefndur Davíð skoraði úr öðru af tveimur vítum sínum undir lokin og Fjölnismenn náðu ekki að nýta sér þessar tæpar fjórar sekúndur til að knýgja fram sigur.

Jovonni Shuler var stigahæstur Hauka með 20 stig og 8 fráköst og Örn Sigurðar gerði 13 stig og tók 7 fráköst.

Tölfræði leiksins
Myndasafn á karfan.is

Myndbrot úr leiknum frá Leikbroti