Fyrsti sigur Haukakvenna í hús

Haukar unnu sinn fyrsta sigur í IE-deild kvenna í gær þegar að liðið mætti Val á Hlíðarenda. Lokatölur urðu 71-80 fyrir Hauka og var Hope Elam öflug fyrir Haukaliðið.

Valur náði undirtökunum í leiknum um miðjan fyrsta leikhluta eftir janfar upphafsmínútur og keyrðu muninn upp í 8 stig. Haukar snéru leiknum sér í vil og tóku öll völd á vellinum. Þær skoruðu 18 stig gegn 2 Valsstigum og var varnarleikur Haukakvenna öflugur.

Haukar misstu leikinn aðeins frá sér í þriðja leikhluta og minnkuðu Valsstúlkur muninn niður í tvö stig en stemning liðsins í fjórða leikhluta skóp sigurinn. 

Hope Elam var stigahæst Hauka með 22 stig og 13 fráköst og Jance Rhoads var með 14 stig og 11 stoðsendingar.