EM undir 20 ára

Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast með strákunum okkar í Slóvakíu á EM undir 20. Okkar menn lögðu gestgjafa Slóvaka örugglega í gær og áttu okkar menn stórleik. Guðmundur Árni markahæstur. Hægt er að fylgjast með keppninni í vefsjónvarpi. Slóðin er þessi:http://www.ehf-20euro2010.com/en/live-stream/live-stream-pasienky

EHF drátturinn í handbolta

Mótherjar okkar í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í handbolta nú í vetur verður Ítalska liðið H.C. Conversano. Við höfum mætt þessu liði tvisvar áður, í Evrópukeppni bikarhafa árið 2002 gerðum við 27-27 jafntefli á Ítalíu en unnum þá hér heima 26-18. Einnig spiluðum við þá tímabilið 2006 -7 og töpuðum þá útileiknum 32-31 og unnum þá […]

Ljósmyndir frá leik FH og Hauka

Eins og greint var frá hér á heimasíðunni í gær fór fram grannaslagur í Pepsi-deild karla, þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mættust á Kaplakrikavellinum. FH fór með sigur úr bítum úr þeim leik 3-1. Ljósmyndarinn Dalli, sendi Haukar.is link af heimasíðu sinni en hann var staddur á Kaplakrikavellinum í gær og myndaði bæði leikinn sem […]

Tap gegn fimleikastrákunum

Í kvöld mættust Haukar og FH á Kaplakrikavelli þeirra FH-inga. Leiknum lauk með 3-1 sigri FH í hörku fótboltaleik. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir FH og þeir bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik áður en Arnar Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir Hauka úr vítaspyrnu. 2654 áhorfendur voru á Kaplakrikavelli og var ágætis stemming […]

Daði: Þetta langhlaup er rétt hálfnað

Daði Lárusson sem gekk til liðs við Hauka frá FH í vetur snýr á sinn heimavöll á sunnudaginn næstkomandi þegar Haukar og FH mætast á Kaplakrikavelli en leikurinn hefst klukkan 20:00. Daði hefur borið fyrirliðabandið frá því í sjöttu umferð að undanskyldum tveimur leikjum þegar hann var meiddur. Við heyrðum í Daða, spurðum hann út […]

Þrjár Hauka hetjur á leið á Evrópumeistaramótið U20 í Slóvakíu.

Um næstu mánaðarmót hefst Evrópumeistaramótið í Slóvakíu.  Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson þjálfarar U-20 árs landsliðs Íslands hafa valið 16 manna  hóp og skal það ekki koma neinum á óvart að Haukar eiga þrjá sterka fulltrúa í hópnum.   Leikmennirnir úr Haukum sem valdir hafa verið í hópinn eru þeir Heimir Óli Heimisson (línumaður) […]

Hilmar Trausti: Aðallega búinn að vera tana

Hilmar Trausti Arnarsson varafyrirliði Hauka hefur verið meiddur í rúmar sjö vikur en hann var borinn af velli í leiknum gegn Stjörnunni í 5.umferð Pepsi-deildar karla. Hann sleit liðband í ökkla og fékk einnig beinmar og hefur ekki enn náð að jafna sig á þeim meiðslum og það er als ekki víst hvort hann spili […]

Hilmar Geir: Skotinn með aðeins meira í kollinum en Fletcher

Hilmar Geir Eiðsson missti af síðasta leik gegn KR þar sem hann var að taka út leikbann fyrir að hafa verið búinn að fá fjögur gul spjöld í sumar. Hann þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni góðu á Vodafone-vellinum. Geirfuglinn sem hefur verið sjóðandi heitur á hægri kanti okkar Haukamanna í sumar verður […]

Fjórir úr Haukum í U-17 ára landsliði karla

Það er stórdagur í sögu knattspyrnudeildar Hauka í dag. Því í fyrsta sinn í mörg ár er leikmaður frá Haukum í lokahóp yngri landsliði Íslands sem er á leiðinni til Finnlands að leika á Opna Norðurlandamótinu. Fréttin er ekki öll, því Haukar eiga hvorki fleiri né færri en fjóra leikmenn í 18 manna hóp. Um […]