Daði: Þetta langhlaup er rétt hálfnað

Daði Lárusson sem gekk til liðs við Hauka frá FH í vetur snýr á sinn heimavöll á sunnudaginn næstkomandi þegar Haukar og FH mætast á Kaplakrikavelli en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Daði hefur borið fyrirliðabandið frá því í sjöttu umferð að undanskyldum tveimur leikjum þegar hann var meiddur. Við heyrðum í Daða, spurðum hann út í síðasta leik gegn KR og svo að sjálfsögðu út í næsta leik gegn FH.

 

 

Við spurðum Daða fyrst út í síðasta leik gegn KR, þar sem dómari leiksins tók nokkrar umdeildar ákvarðanir sem kostuðu Haukum til að mynda víti eftir að Daði Lárusson og McBjörgólfur Takefusa lentu saman sem og að Guðjón Pétur Lýðsson verður í banni í leiknum gegn FH,

,,Í mínu tilfelli þá lætur dómarinn blekkja sig illa og Bjöggi sótti þetta víti. mér skilst að þetta hafi verið annað gult spjald fyrir mjög litlar sakir hjá Guðjóni og ber þess merki enn og aftur að dómarinn er ekki yfirvegaður í sinni ákvörðunartöku sem kostar okkur gríðarlega mikið í þessum leik.“

Daði kom til Hauka frá FH í vetur og í FH ríkið mikil sigurhefð eða það halda þeir allavegana fram, við spurðum því Daða að því, hvernig þetta tímabil hefur verið hjá honum,

,,Vissulega vonbrigði að vera ekki búin að fá meira út úr þessum leikjum sem búnir eru, en þetta langhlaup er rétt hálfnað og við munum uppskera mun meira í seinni hlutanum en þeim fyrri…sannfærður um það.“

,,Ég bíð spenntur eftir sunnudeginum og það verður gríðarlega gaman að mæta sínum gömlu félögum fyrir fullu húsi,“ sagði Daði, aðspurður hvort hann væri ekki spenntur að fara á sinn gamla heimavöll.

,,Það er komið meira sjálfstraust í spilamennskuna hjá okkur og menn eru farnir að átta sig meira á því hvað við erum með öflugt lið og okkur eru allir vegir færir ef allir leggja sig fram við verkefnið,“ sagði Daði og að lokuðum báðum við hann að segja okkur aðeins frá nýju útlendingunum í Haukum, þeim Jamie Mcunnie og Aljeandro.

,,Þetta eru fyrirmyndarpiltar, það er óhætt að segja það og bæta okkar hóp mjög mikið. Þeir hafa komið vel út á æfingum og nú eigum við bara eftir að sjá þá færa þetta inn í leikina hjá okkur sem ég efast ekki um að þeir muni gera.“

Við hvetjum að sjálfsögðu ekki bara alla Haukara heldur alla Hafnfirðinga að fjölmenna á Kaplakrikavöllinn á sunnudaginn næstkomandi.