Þrjár Hauka hetjur á leið á Evrópumeistaramótið U20 í Slóvakíu.

Guðmundur Árni, Heimir Óli og Stefán Rafn eru á leiðinni til SlóvakíuUm næstu mánaðarmót hefst Evrópumeistaramótið í Slóvakíu.  Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson þjálfarar U-20 árs landsliðs Íslands hafa valið 16 manna  hóp og skal það ekki koma neinum á óvart að Haukar eiga þrjá sterka fulltrúa í hópnum.  

Leikmennirnir úr Haukum sem valdir hafa verið í hópinn eru þeir Heimir Óli Heimisson (línumaður) Stefán Rafn Sigurmannsson  (vinstri hornamaður) og Guðmundur Árni Ólafsson (hægri hornamaður) og hafa allir leikið með meistaraflokk Hauka á síðustu árum að undanskyldum Guðmundi sem gekk í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil frá Selfoss og eru í stórum hóp ungra og efnilegra leikmana sem gerðu þriggja ára samning við félagið á vormánuðum. 

Íslenska landsliðið er talið með þeim sterkustu að þessu sinni svo vonir eru bundnar við að liðið nái langt í keppninni. 

Á HM U-19 á síðasta ári sem haldið var í Túnis keppti liðið til úrslita um Heimsmeistara titill. Leikurinn var gegn Króatíu var um hörkuleik að ræða þar sem Ísland tapaði 40-35 og fékk Ísland því silfrið. Áður hafði Íslanska liðið unnið Túnis (heimamenn)  í undanúrslitum í troðfullri höll af Túnisbúum í 45 stiga hita. Það var gríðarleg stemming og heyrðist vart mannsins mál meðan á leik stóð og endaði leikurinn með sigri Ísland sem unnu með 2 mörkum.   

Við óskum þessum frábæru leikmönnum til hamingju og sendu okkar baráttu kveðjur frá Ásvöllum.

Áfram Haukar