Fjórir úr Haukum í U-17 ára landsliði karla

Hér á myndinni eru þeir; Magnús í markmannstreyjunni, sem og Arnar Aðalgeirsson og Aron Jóhann í neðri röðinni.Það er stórdagur í sögu knattspyrnudeildar Hauka í dag. Því í fyrsta sinn í mörg ár er leikmaður frá Haukum í lokahóp yngri landsliði Íslands sem er á leiðinni til Finnlands að leika á Opna Norðurlandamótinu. Fréttin er ekki öll, því Haukar eiga hvorki fleiri né færri en fjóra leikmenn í 18 manna hóp.

Um er að ræða þá, Magnús Þór Gunnarsson, Arnar Aðalgeirsson, Þórð Jón Jóhannesson og Aron Jóhann Pétursson, sem eru allir í 3.flokki Hauka á eldri ári að undanskyldum Þórði sem er á yngra ári.

 

Drengirnir halda til Finnlands 1.ágúst og leika svo þar í riðli með Danmörk, Finnlandi og Englandi.

Við óskum strákunum að sjálfsögðu með valið og það er greinilegt að framundan eru bjartir tímar hjá félaginu, en fleiri leikmenn hafa verið í æfingahóp hjá þessu landsliði frá Haukum sem eiga einnig framtíðina fyrir sér.

 

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir:
Magnús Gunnarsson, Haukar
Bergsteinn Magnússon, Keflavík
Aðrir leikmenn:
Matthías Króknes Jóhannsson, BÍ
Árni Vilhjálmsson, Breiðablik
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik
Hallgrímur Andri Jóhannsson, Fjölnir
Hjörtur Hermansson, Fylkir
Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir
Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
Arnar Aðalgeirsson,Haukar
Aron Jóhannsson, Haukar
Þórður Jón Jóhannesson, Haukar
Orri Sigurður Ómarsson, HK
Fjalar Örn Sigurðsson, ÍA
Sindri Snæfells Kristinsson, ÍA
Aron Grétar Jafetsson, Stjarnan
Aron Elís Þrándarson, Víkingur
Hafþór Mar Aðalgeirsson, Völsungur