Spánverji til Hauka

Í dag skrifaði Spánverjinn, Alexandre Garcia Canedo undir samning við Hauka sem gildir út tímabilið. Alexandre er því þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka í félagsskiptaglugganum sem opnaðist 15.júlí. Hann er 24 ára gamall og var síðast samningsbundinn Barcelona en var leystur undan samning árið 2006. Síðan þá hefur hann spilað áhugamannabolta og […]

Annað jafnteflið gegn KR í sumar

Enn eitt jafnteflið í sumar hjá Haukaliðinu og það annað gegn KR varð staðreynd í gærkvöldi þegar Valgeir Valgeirsson umdeildur dómari leiksins flautaði af leikinn á Vodafone-vellinum í gær. Bæði lið skoruðu þrjú mörk í leiknum.  KR skoruðu það fyrsta eftir aðeins tveggja mínútna leik og skoruðu svo aftur en markið réttilega dæmt af vegna […]

Haukar Fylkir

Þriðjudaginn 20. júlí taka stelpurnar okkar á móti Fylki í Pepsideild kvenna kl 19:15 að Ásvöllum. Gríðarlega mikilvægur leikur og nú mæta allir á völlinn og hvetjum þær áfram. Áfram Haukar

Strákarnir fara í sjósund í dag

Eins og greint var frá á heimasíðunni í síðustu viku varð meistaraflokkur karla að sigra Val til að sleppa við sjósund, 1-1 jafntefli varð niðurstaðan í þeim leik og því beið þeirra sjósund og nú er komið að því að þeir taki út refsinguna. Því þeir ætla í sjósund í dag klukkan 16:30 í Nauthólsvíkinni […]

Jamie Mcunnie til Hauka

Í hádeginu í dag skrifaði Jamie Mcunnie undir samning við Hauka og verður því gjaldgengur í næsta leik liðsins gegn KR næstkomandi sunnudag á Vodfonevellinum. Samningurinn við Jamie gildir út þetta tímabil. Jamie sem er 27 ára Skoti, getur leikið bæði sem varnarmaður sem og sem aftari miðjumaður. Hann lék áður með Arnari Gunnlaugssyni í […]

Magnús Björgvinsson í Hauka – Haukar vilja einnig semja við Skotann

Haukar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni umferð Pepsi deildar karla. Magnús Björgvinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka en hann kemur frá Stjörnunni. Magnús hefur ágætis reynslu í Pepsi deildinni en hann spilaði 14 leiki með Stjörnunni í fyrra og skoraði 3 mörk. Haukar sitja á botni Pepsi deildar karla með 6 […]

Valur – Haukar

Stórleikur verður að Hlíðarenda í kvöld kl 19:15 þegar Haukastelpur mæta toppliði Vals. Nú er um að gera að mæta og styðja stelpurnar til dáða. Allir að mæta. Áfram Haukar!!!!!

Haukar gerðu jafntefli við Val

Það voru 1027 manns sem fylgdust með er Haukar og Valur mættust á Vodafone-vellinum en í þetta skiptið voru Haukamenn á útivelli. Haukar léku því í bláu og byrjuðu betur því Guðjón Pétur Lýðsson átti fyrsta skot leiksins eftir tíu mínútna leik sem fór rétt framhjá. Það var svo á 25. mínútu þar sem Haukar […]

Sjósund undir – myndir

Eins og var greint frá á heimasíðunni er mikið undir fyrir leik kvöldsins. Strákarnir eru að eltast við sinn fyrsta sigur og þ.a.l. þrjú stig. En einnig eru þeir að reyna komast hjá því að skella sér í eitt stykki sjósund. En ef þeir vinna í kvöld sleppa þeir við það – en ef það […]