Verða Haukar deildarmeistarar í kvöld?

Fjórir hörkuleikir fara fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld. Baráttan er hörð um að fylgja Haukum í úrslitakeppnina en Akureyri, HK, Valur og FH slást um þrjú sæti í úrslitakeppninni. Þá er fallbaráttan hörð þar sem Fram, Stjarnan og Grótta eru í baráttunni. Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn takist þeim að ná stigi […]

Leikur við Fylki í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur karla spilar sinn sjötta leik í Lengjubikarnum annað kvöld á slaginu 19:00. Leikurinn er spilaður á iðagrænu gervigrasinu á Ásvöllum og hvetjum við alla til að mæta og styðja liðið. Mótherjarnir að þessu sinni eru Fylkismenn en Haukarnir þurfa að fá 6 stig út úr þessum síðustu tveimur leikjum í keppninni ef þeir vilja […]

Haukar í úrvalsdeild

Haukar unnu Val í kvöld 73-82 og endurheimtu um leið sæti sitt í úrvalsdeild karla. Einvígi liðanna endaði 2-0 Haukum í vil og eru þeir komnir meðal þeirra bestu á ný. Góð stemning var í Vodafone-höllinni en þetta var fyrsti sigur Hauka í því ágæta húsi. Semaj Inge skoraði manna mest fyrir Hauka eða 27 […]

Getraunir um páskana.

Búið er að uppfæra stöðuna á heimasíðunni og eru núna einungis þrjár umferðir eftir. Úrslita umferðin fer fram 24 apríl. Það verður að sjálfsögðu tippað nk laugardag og er breyttur opnunartími eða milli 10-13 þar sem kominn er sumartími í Evrópu. Sjáumst hress.  Kveðja frá Hauka-getraunum

Haukar nálgast úrvalsdeildina

Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í kvöld en liðin há einvígi um laust sæti í Iceland Express-deild karla á næsta ári. Lokatölur leiksins voru 88-69 en varnarleikur Hauka var í fyrirrúmi í kvöld en Valsmenn áttu í miklu basli með sóknarleik sinn. Óskar Magnússon gaf tóninn fyrir kvöldið en hann setti fyrstu fimm stig […]

Góður sigur á Fjarðabyggð

Haukar og Fjarðabyggð mættust í Lengjubikarnum í dag fyrir austan, en þessi leikur átti að fara fram síðustu helgi en var frestaður vegna eldgoss. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Haukar leikinn með fjórum mörkum gegn engu. Arnar Gunnlaugsson og Hilmar Rafn Emilsson skoruðu báðir tvö mörk hvor. Fyrir þá sem vilja lesa […]

Haukar deildarmeistarar í 3.flokki í handknattleik.

Haukar urðu í gær Deildarmeistarar í 3. flokki karla 2.deild í handknattleik. Liðið tryggði sér titilinn með þæginlegum sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum.  Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra til hamingju. Átta liða úrslit um Íslandsmeistaratitil hefst strax eftir páska og verður þar hart barist og munu Haukar mæta þar KA. Haukar eignuðust því tvo deildarmeistaratitla […]

Framtíðin björt hjá Haukum

Mikill uppgangur hefur verið í barna og unglingastarfi Hauka á undanförnum árum. Félagið hefur lagt mikla áherslu á að efla þjálfun og aðbúnað yngri leikmanna félagsins sem hafa skilað sér í mikilli velgengni yngri flokka félagsins. Yfir 500 iðkendur eru nú í yngri flokkum félagsins og fer fjölgandi. Framtíðin í knattspyrnunni er því björt hjá […]

Haukar deildarmeistarar í 2.flokki í handknattleik.

Haukar urðu í kvöld deildarmeistarar í 2 flokki karla í handknattleik. Deildin var jöfn og spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á síðasta leik. Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra til hamingju. Átta liða úrslit um Íslandsmeistaratitil hefst strax eftir páska og verður þar hart barist. Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og styðja okkar […]