Framtíðarmenn

Laugaragsmorgun kl 10:30 verðir skrifað undir samninga við nokkra af okkar efnilegustu knattspyrnumönnum og eru þetta klárlega framtíðar leikmenn félagsins. Við viljum hvetja allt Haukafólk til að mæta og gleðjast með okkur. Að sjálfsögðu verður getraunakaffið á sínum stað og kaffi og kex fyrir alla. kveðja frá Hauka-getraunum

Tap á heimavelli gegn Val

Það var systkinaslagur á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar og Valur mættust í N1-deild karla. Búast mátti við hörkuleik eins og svo oft þegar þessi lið mætast, en Valsmenn þurftu nauðsynlega á báðum stigunum að halda til að koma sér í betri stðu í deildinni eftir hermilegt gengi að undanförnu. Umfjöllun um leikinn má lesa […]

Stórleikur á Ásvöllum í kvöld, Haukar – Valur

Í kvöld fer fram stórleikur í N1-deild karla á Ásvöllum þegar heimamenn í Haukum taka á móti systra félagi sínu, Val. Leikurinn hefst klukkan 19:30 en það er heil umferð leikin í kvöld í N1-deild karla á sama tíma. Það eru einungis fjórar umferðir eftir af deildinni og fara leikar að skýrast á næstu vikum. […]

Daníel Einarsson aftur í Hauka

Daníel Einarsson hefur gengið til liðs við meistaraflokk Hauka en hann kemur frá ÍH. Daníel snýr þá aftur á kunnugar slóðir því að hann spilaði einnig með liðinu í fyrstu deildinni árið 2004 og 2005. Daníel lék átján leiki á miðjunni hjá sameiginlegu liði ÍH/HV í annarri deildinni í sumar og skoraði í þeim þrjú […]

Fimm Haukastrákar í úrtökum KSÍ um helgina

Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði karla. Haukar eiga þar fimm fulltrúa í þeim hópi.  Í U-17 ára landsliðinu sem er landslið fyrir þá sem eru fæddir 1994 og seinna eru hvorki fleiri né færri en fimm Haukastrákar. Eiga Haukar flesta fulltrúa í hópnum. Það eru þeir Magnús Þór Gunnarsson, Gunnar […]

Inge með á morgun

Eins og fram kemur á kki.is hefur aganefnd KKÍ dæmt í máli Semaj Inge sem vikið var úr húsi í gær í öðrum leik Hauka og Þórs Þorl. um laust sæti í Iceland Expressdeildinni á næstu leiktíð. Fram kemur í úrskurði að þar sem þetta er hans fyrsta brottvísun á þessu leiktímabili þá fái hann […]

Haukar jöfnuðu einvígið

Haukar unnu góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi þegar liðin mættust öðru sinni í undanúrslitum um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Þór vann fyrri leik liðanna með einu stigi eftir ótrúlega endurkomu en Haukar leiddu í þeim leik með 18 stigum í hálfleik. Það var ljóst að lið Hauka var vel […]

Fjórði eins marka sigurinn frá áramótum

Haukar lögðu Fram með einu marki í Safamýrinni í kvöld, 32-33 í hörkuleik. Þetta er í fjórða sinn sem strákarnir sigra með einu marki frá áramótum en helmingi leikja þeirra í deildinni hefur lokið með þeim hætti það sem af er liðið ári. Þegar mánuður er uns úrslitakeppnin hefst og strákarnir eiga fjóra leiki eftir […]