Leikur við Fylki í Lengjubikarnum

Hilmar Emils skoraði tvö í síðasta leik

Meistaraflokkur karla spilar sinn sjötta leik í Lengjubikarnum annað kvöld á slaginu 19:00. Leikurinn er spilaður á iðagrænu gervigrasinu á Ásvöllum og hvetjum við alla til að mæta og styðja liðið. Mótherjarnir að þessu sinni eru Fylkismenn en Haukarnir þurfa að fá 6 stig út úr þessum síðustu tveimur leikjum í keppninni ef þeir vilja eiga eitthverja möguleika á að komast í 8 liða úrslit Lengjubikarsins. Liðið hefur spilað ágætlega í keppninni og hefur 7 stig eftir 5 leiki. Fylkisliðið hefur einnig 7 stig en þeir hafa þó leikið einum leik færra en Haukaliðið.

Síðast spiluðu Haukar við Fjarðarbyggð á Eskifirði og unnu sannfærandi 4-1 sigur á heimamönnum. Arnar Gunnlaugsson og Hilmar Emilsson sáu um markaskorunina en þeir skoruðu tvö mörk hvor. Arnar verður hins vegar fjarri góðu gamni á morgun en hann er meiddur. Hilmar Geir, Jónas Bjarna, Ásgeir Ingólfs og Úlfar Hrafn eru allir meiddir og spila ekki á morgun.

Líklegt byrjunarlið á morgun:

Daði Lárusson

    Pétur Ásbjörn    Þórhallur Dan   Guðmundur Mete   Kristján Ómar

Hilmar Trausti

Guðjón Lýðs              Ísak Örn

    Stefán                                                                     Garðar

Hilmar Emils