Naumt hjá unglingaflokki

Unglingaflokkur kvenna tapaði fyrir Grindavík í dag í bikarúrslitum í alvöru bikarleik. Helena Brynja Hólm skoraði 22 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 13 stig og 17 fráköst. Í lokin var allt á suðupunkti en bæði lið áttu ágæt færi að klára leikinn. Það kom þó í hlut Grindvíkinga að setja niður […]

Silfur hjá 10. flokki

Stelpurnar í 10. flokki kepptu í dag til úrslita gegn Keflavík í bikarnum. Keflavíkurliðið var talið fyrir leikinn mun sigurstranglegra og svo kom á daginn að þær unnu góðan sigur 53-34. Haukastelpur létu stúlkurnar frá Bítlabænum þó hafa fyrir hlutunum og stóðu sig með sóma. Byrjunin varð Haukum að falli en Keflavík komst í 16-3. […]

Tap á Skaganum

Haukar léku gegn 1.deildarliði ÍA í annarri umferð í Lengjubikar karla á Akranesi í morgun. Skagamenn fóru með sigur úr leiknum með 4 gegn 3. Mörk Hauka skoruðu Hilmar Trausti Arnarsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Ásgeir Þór Ingólfsson. Hægt er að lesa umfjöllun um leikinn frá Fótbolti.net með því að ýta á „lesa meira“. Næsti […]

Stúlknaflokkur bikarmeistari

Stelpurnar í Stúlknaflokki urðu bikarmeistarar í dag þegar þær lögðu Keflavík að velli í úrslitaleik en leikið var í Njarðvík. Leikurinn var frábær skemmtun en hann var jafn allan tímann og það var ekki fyrr en í blálokin sem stelpurnar tryggðu sér sigur þegar Auður Ólafsdóttir kláraði leikinn á vítalínunni. Dagbjört Samúelsdóttir var valin besti […]

Haukadagur í Höllinni – dagskrá

Í dag verður sannkallaður Haukadagur í Höllinni þegar bræðrafélögin Haukar og Valur eigast við um bikarmeistaratitilinn eftirsótta. Haukar hafa ekki unnið titilinn í karlaflokki frá því árið 2002 þrátt fyrir að hafa lyft fjölmörgum Íslands- og deildarmeistaratitlum í millitíðinni. Bikarmeistaratitill er því langþráður draumur Haukafólks. Valsmenn eru hins vegar tvöfaldir bikarmeistarar. Upphitun fyrir leikinn hefst […]

Öruggur sigur á Ármanni

Haukar unnu í gær öruggan sigur á Ármanni 99-80 og eru sem stendur einir í öðru sæti 1. deildarinnar tveimur stigum á eftir KFÍ. Möguleikar Hauka til að fara beint upp eru nokkuð fjarlægir en er þó fyrir fyrir hendi. Til þess að Haukar komist beint upp þarf KFÍ liðið að tapa öllum leikjum sínum […]

Góður sigur Hauka

Haukar unnu góðan sigur á Ármanni í gærkvöldi og tryggja stöðu sína í efri hluta 1. deildarinnar. Sigur Hauka var aldrei í hættu og aðeins spurning hversu stór hann yrði. Ármenningar sýndu góða takta í seinni hálfleik og þar fór gamli Haukaleikmaðurinn Halldór Kristmannsson á kostum og setti niður sex þrista í níu tilraunum. Að […]

Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag – Viðtal við Björgvin Hólmgeirsson

Það styttist í handboltaleik ársins sem fer fram á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum Vals í úrslitaviðureign í Eimskipsbikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Laugardagshöll. Haukafólk ætlar að mála Höllina hvíta þar sem Haukarmunu leika í hvítum búningum gegn rauðklæddum Valsmönnum. Forsala miða er hafin á Ásvöllum og á www.midi.is en Haukasíðan mun hita upp […]

Haukar í Leikbroti

Á youtube-rásinni Leikbrot má sjá skemmtilega samantekt úr leik Hauka og ÍA sem fór fram á Ásvöllum á dögunum. Það er margt skemmtilegt að skoða á Leikbrots-rásinni og hvetjum við alla körfuknattleiksunnendur að kíkja á rásina.

Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag – Viðtal við Frey Brynjarsson

Það styttist í handboltaleik ársins sem fer fram á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum Vals í úrslitaviðureign í Eimskipsbikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Laugardagshöll. Haukafólk ætlar að mála Höllina hvíta þar sem Haukarmunu leika í hvítum búningum gegn rauðklæddum Valsmönnum. Forsala miða er hafin á Ásvöllum og á www.midi.is en Haukasíðan mun hita […]