Öruggur sigur á Ármanni

Haukar unnu í gær öruggan sigur á Ármanni 99-80 og eru sem stendur einir í öðru sæti 1. deildarinnar tveimur stigum á eftir KFÍ. Möguleikar Hauka til að fara beint upp eru nokkuð fjarlægir en er þó fyrir fyrir hendi. Til þess að Haukar komist beint upp þarf KFÍ liðið að tapa öllum leikjum sínum það sem af er móti og Haukar að vinna sína á móti. Haukar eiga eftir að spila gegn Þór Ak. og Hrunamönnum en KFÍ á Skagann, Ármann og Þór Þorl. eftir á sinni dagskrá.

Haukar tóku völdin snemma leiks og komust fljótt í 10 stiga forystu. Eftir að hafa leitt með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta keyrðu þeir upp muninn í öðrum og leiddu í hálfleik með 24 stigum, 43-19.

Áfram varð munurinn á liðunum meiri og um miðbik þriðja leikhluta var munurinn kominn í 33 stig og stefndi í stórsigur Hauka. Ármenningar bitu aðeins frá sér og minnkuðu muninn í 29 stig áður en leikhlutanum lauk.

Algjör hlutskipti urðu í fjórða leikhluta og hóf lið Ármanns að minnka muninn jafnt og þétt. Minnstur varð munurinn 16 stig en nær komust þeir ekki og Haukar unnu með 19 stigum 99-80.

Helgi Björn Einarsson þurfti að yfirgefa dansgólfið á þriðju mínútu fjórða leikhluta en hann endaði leikinn með sjúkrabílaferð á bráðamóttökuna. Þorsteinn Húnfjörð leikmaður Ármanns smellti olnboganum í höfuð Helga eftir að hafa tekið frákast þannig að Helgi vankaðist og hrundi í gólfið. Þorsteinn fékk beinan brottrekstur fyrir vikið en ólíklegt þykir að um vilja verk hafi verið að ræða enda var Þorsteinn að verja knöttinn.

Semaj Inge var stigahæstur Hauka með 34 stig og 12 fráköst og þessi háloftafugl gaf þeim áhorfendum sem greiddu aðgangseyri svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn.

Helgi Einarsson var næstur Semaj í stigaskori en hann gerði 14 stig og tók 8 fráköst