Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga Hauka heldur áfram er Haukar unnu Snæfell í kvöld á Ásvöllum 71-52. Henning gat leyft sér að spila á öllu liðinu en allir leikmenn liðsins komu inná. Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 39 stig en næst henni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 13 stig. Næsti leikur stelpnanna er næsta þriðjudag gegn Njarðvík. […]

Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag – Viðtal við Rúnar Sigtryggsson

Það styttist í handboltaleik ársins sem fer fram á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum Vals í úrslitaviðureign í Eimskipsbikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Laugardagshöll. Haukafólk ætlar að mála Höllina hvíta þar sem Haukarmunu leika í hvítum búningum gegn rauðklæddum Valsmönnum. Forsala miða er hafin á Ásvöllum og á www.midi.is en Haukasíðan mun hita […]

Haukar taka á móti Snæfelli

Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka taka á móti Snæfelli í kvöld á Ásvöllum og hefjast leikar kl. 19:15. Haukar hafa nú þegar tryggt sér efsta sæti B-riðils þegar fjögur stig eru eftir í pottinum en enn er óljóst hvaða liði stelpurnar munu mæta í úrslitakeppninni. Baráttan um annað til fjórða sæti í A-riðli er orðin hörku spennandi […]

Fimm Haukastelpur í landsliðin

Mikið er um að vera hjá stelpunum okkar í körfunni en fjórir efstu flokkar Hauka eru nú komnir í úrlit bikarkeppna. Um síðustu helgi vann m.fl. kvenna bikarinn með glæsibrag í Laugardalshöll. Um næstu helgi í Njarðvík munu þrír flokkar Hauka, 10.flokkur, stúlkna- og unglingaflokkur kvenna spila til úrslita í bikarkeppni og vonandi endurtaka leikinn […]

Sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum

Haukar og Grindavík mættust í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en leikið var í Reykjaneshöllinni og hófst leikurinn klukkan 21:00. Það var ágætlega vel mætt af Haukafólki og vonandi að það verði framhald á því í keppninni.  Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Haukar leikinn með einu marki. Lokatölur 2-1. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði […]

Lokaumferð í riðlakeppninni

Greinilegt er að keppendur í getraunaleiknum eru farnir að slípast til og er æ oftar sem að lið eru með 11 og 12 rétta. Þrjú lið voru með 12 rétta í síðustu umferð og voru það Knoll og Tott, Feðgarmir 5780 og Tvibbarnir. Einnig voru fjölmörg lið með 11 rétta. Ein umferð er eftir í […]

Yfirlýsing frá mfl. kv.

Henning Henningsson, þjálfari mfl. kvenna, sendi heimasíðunni eftirfarandi orð. ,,Ég vill fyrir hönd mfl. kvenna í körfubolta þakka áhorfendum og stuðningsmönnum Hauka fyrir stórkostlegan stuðning í Höllinni sl. laugardag. Það er algjörlega ljóst að án þessa frábæra hóps hefði þessi árangur ekki náðst, straumarnir sem komu úr stúkunni voru þvílíkir að hver og einn leikmaður […]

Fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum á morgun

Á morgun verður fyrsta verkefnið í Lengjubikarnum fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu en þá verður leikið við Grindavík. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst hann kl. 21.00. Þeir hafa verið að æfa stíft í allan vetur og því verður spennandi að sjá hvernig þeim mun ganga í svona æfingamóti áður en haldið verður í […]

Haukar – Naturhouse La Rioja – stadan uppfærd her

LEIK LOKID. 23-24 FYRIR RIOJALIDID. HAUKAR ATTU SIDUSTU SOKN EN NADU EKKI AD SKORA.  STADAN I HALFLEIK ER 11-1O FYRIR HAUKA. ALLT ANNAD AD SJA LIDID. BARATTA OG VILJI. TJORVI HEFUR VERID MJOG GODUR. FREYR LIKA. EINAR ORN 2 UTAF. DOMARAR SLAKIR. LEIKURINN ER AD HEFJAST. JONATAN OG TOTI HVILA. ADEINS FÆRRI AHORFENDUR EN I […]

Strákarnir staðráðnir í að gera betur í kvöld

Það mætti skrifa langa frétt um allt sem fór úrskeiðis í leik Íslandsmeistara Hauka í Evrópuleik þeirra gegn Naturhouse La Rioja í gær. Fjörtíu mistök í skotum og sendingum segja meira en mörg orð um það sem gekk á hjá liðinu í gær. Það var lyginni líkast að fylgjast með liðinu og því óöryggi, vantrú […]