Naumt hjá unglingaflokki

Helena Hólm í baráttunni við Söndru Ýr í dagUnglingaflokkur kvenna tapaði fyrir Grindavík í dag í bikarúrslitum í alvöru bikarleik. Helena Brynja Hólm skoraði 22 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 13 stig og 17 fráköst.

Í lokin var allt á suðupunkti en bæði lið áttu ágæt færi að klára leikinn. Það kom þó í hlut Grindvíkinga að setja niður þrist og auka muninn í fjögur 58-62. Haukar fengu tækifæri í sókninni að komast yfir en það klikkaði og Grindavík refsaði.

Í næstu sókn Hauka skoraði Bryndís Hanna Hreinsdóttir þriggja-stiga körfu og nóg eftir á klukkunni. Staðan 61-62 Grindavík.

Leikurinn kláraðist svo á línunni og höfðu Grindvíkingar sigur.

Stigahæst hjá Haukum var eins og segir Helena Hólm með 22 stig en níu leikmenn liðsins komust á blað.

Stig Hauka:
Helena Brynja Hólm 22
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13
Dagbjört Samúelsdóttir 9
Kristín Fjóla Reynisdóttir 8
Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3
Rannveig Ólafsdóttir 2
Auðuðr Íris Ólafsdóttir 2
Inga Sif Sigfúsdóttir 2
Margrét Rósa Hálfdanardóttir 1

Umfjöllun og myndir úr leiknum má sjá á Karfan.is