Haukastelpur í Höllina

Haukastelpur unnu öruggan sigur á Njarðvík í kvöld 73-41 í Subwaybikar kvenna. Haukaliðið var sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn mjög sannfærandi. Henning þjálfari gat leyft sér að hvíla stóran hluta af byrjunarliði sínu mest allan seinni hálfleikinn. Að þessu sinni var Heather Ezell ekki stigahæst en hún skoraði 16 stig og Kiki Lund […]

Ný staða í getraunum

Rauðu kúlurnar, FC Elmax og Björnebandit voru með 12 rétta í getraununum þessa helgi. Einning voru einhver lið með 11 rétta. Haukar eru á topp sjö yfir söluhæstu aðila í getraunastarfi og klárt mál að við eigum bara eftir fara ofar. Það eru fjórar umferðir eftir í riðlakeppninni og spennan mikil. Starfsfólk Ásvalla tekur ávallt […]

Haukar og FH mætast á morgun

Haukar munu mæta FH í æfingaleik á morgun en leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Búast má við spennandi viðureign enda tvö Hafnarfjarðarlið sem eigast þarna við. Síðasti leikur Hauka var gegn Keflavík síðasta sunnudag þar sem að þeir náðu að sigra með tveimur mörkum gegn engu þó svo að það vantaði marga lykilmenn […]

Haukasigur á Valsstúlkum

Haukar léku gegn Val í Iceland Expressdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld og enduðu leikar með heimasigri 70-64. Haukastúlkur eru því komnar með 6 stiga forskot á næsta lið og sitja á toppi B-riðils en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að deildinni var skipt upp. Jafnræði var með liðunum nær allan leikinn og leiddu […]

Akureyri sigraði Eiðsmótið 2010

Eiðsmótið fór fram um helgina í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á mótinu tóku þátt meistaraflokkar karla frá Akureyri, Fram, Gróttu og Haukum en þessi lið eiga það sameiginlegt að allir þjálfarar liðanna hafa leikið með Haukum í gegnum tíðina. Það eru þeir Rúnar Sigtryggsson, Halldór Ingólfsson, Einar Jónsson og Aron Kristjánsson. Akureyri og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik í […]

Góður sigur á Keflavík

Snemma í gærmorgun fór fram æfingaleikur í Reykjaneshöllinni þegar Pepsideildarliðin, Keflavík og Haukar mættust. Haukar fóru með 2-0 sigur úr bítum í leiknum með mörkum frá sóknarmönnunum Arnari Gunnlaugssyni og Ómari Karli Sigurðssyni. Það vantaði helling í lið Hauka í gær, Guðjón Pétur er í Danmörku, Jónas Bjarnason er á EM í Austurríki, Guðmundur Mete […]

Haukastelpur náðum fram hefndum

Haukastelpur mættu gríðarlega einbeittar til leiks þegar Stjörnustúlkur komu í heimsókn á Ásvelli á laugardaginn. Þær voru augljóslega staðráðnar í að ná fram hefndum eftir naumt tap í Garðabænum í bikarnum fyrr í vikunni. Þétt vörn og góð markvarsla lögðu grunninn að öruggum sigri sem var síst of stór, 26-22, en Haukastelpurnar leiddu um tíma […]

13 réttir

Einihlíð var með 13 rétta í getraunaleiknum nú um helgina, en fyrirliði liðsins er Sindri form. Annar stóri hópurinn var með 12 rétta og hljóta þessir fjölmennu hópar að fara að setja í 13 rétta. Mjótt er á munum í riðlakeppninni og hafa fljölmörg lið möguleika á verðlaunum. Fimm umferðir eru enn eftir þar til farið verður […]

Ísfirðingar fóru með sigur af Ásvöllum

KFÍ og Haukar mættust í toppslag 1. deildar karla í gærkvöldi. Það lið sem færi með sigur af hólmi treysti stöðu sína á toppi deildarinnar og um leið sæti í úrvalsdeild. Ágætis mæting var á Ásvelli í hörkuleik. Heimamenn voru sterkir framan af og leiddu í þriðja leikhluta með 11 stigum. En frábær leikkafli hjá […]