Haukastelpur úr leik í bikar eftir háspennuleik

Dramatíkin ræður víðar ríkjum en á EM í Austurríki því tvær framlengingar þurfti til svo að úrslit réðust í leik Stjörnunnar og Hauka í átta liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna í gærkvöldi. Haukastelpur spiluðu sinn besta leik á tímabilinu og voru grátlega nærri því að slá bikarmeistarana úr leik á eigin heimavelli. Þegar skammt var til loka venjulegs […]

Ísland – Austurríki beint á Ásvöllum

Ísland leikur í kvöld við lærisveina Dags Sigurðssonar í Austurríki í riðlakeppni EM. Hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann sýndur á Ásvöllum. Við hvetjum alla til að fjölmenna á Ásvelli og njóta leiksins í góðum félagsskap. Veitingar og drykkir verða til sölu á vægu verði.

Haukar fá heimaleik í undanúrslitum

Í dag var dregið í undanúrslit Subwaybikars karla og kvenna. Haukastelpur fengu heimaleik gegn Njarðvík en leikið verður helgina 30.-31. janúar. Aðrar viðureignir: Subwaybikar kvenna:Keflavík-Fjölnir Subwaybikar karla:Keflavík-SnæfellGrindavík-ÍR

Haukar spila í B-hluta

Haukar töpuðu fyrir Keflavík í kvöld 85-65 í úrslitaleik um lokasætið í A-hluta Iceland Express-deildar kvenna. Deildinni verður skipt í A og B-hluta og leika Haukar í B-hlutanum eftir ósigur kvöldsins ásamt Njarðvík, Snæfell og Val. Eftir jafnan fyrsta leikhluta fór allt í baklás í öðrum leikhluta og Keflvíkingar keyrðu upp muninn. Staðan í hálfleik […]

Hvað segir Guðjón í Danmörku?

Eins og greint var frá hér á Haukar.is mun Guðjón Pétur Lýðsson dvelja í Danmörku næsta mánuðinn. Þar mun hann búa hjá föður sínum í Århus og æfa með 1.deildarliðinu Brabrand sem sitja í neðsta sæti deildarinnar þegar 15 umferðir eru búnir af deildinni og er nú vetrarfrí í Danmörku. Í liði Brabrand leikur Sigmundur […]

Úrslitaleikur um efri hlutan

Haukastelpur leika annað kvöld hreinan úrslitaleik um hvort Haukar eða Keflavík enda í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp en leikurinn er síðasti leikur liðanna í venjulegri deild.Haukar þurfa að sigra með einu stigi eða meira til að tryggja sig í efrihlutann og eru þá komnar með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið hefur […]

Tvær frá Haukum í úrtaki hjá KSÍ

Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá A-landsliði kvenna, U-19 og U-17 ára landsliðum kvenna. Haukar eiga tvo fulltrúa í þeim hópum. Í U-19 ára landsliðinu er Þórhildur Stefánsdóttir sem gekk til liðs við Hauka frá HK fyrir áramót. Í U-17 ára landsliðinu er síðan Lára Rut Sigurðardóttir. Svo er að sjálfsögðu Sara Björk Gunnarsdóttir […]

Eiðsmótið fer fram næstu helgi

Næstu helgi fer fram Eiðsmótið 2010, fjögurra liða mót þar sem taka þátt meistaraflokkar karla frá Haukum, Fram, Gróttu og Akureyri. Mótið er tileinkað minningu Eiðs Arnarsonar, fyrrverandi formanni handknattleiksdeildar Hauka. Leikið verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardag og sunnudag. Ókeypis aðgangur er á leikina og hvetjum við alla handknattleiksunnendur til að fjölmenna í Strandgötuna […]

Sigurbergur áfram hjá Haukum

Sigurbergur Sveinsson verður áfram í herbúðum Hauka. Þýska stórliðið SG Flensburg Handewitt mun áfram fylgjast með leikmanninum og því ekki loku fyrir það skotið að af flutningi Sigurbergs í raðir þeirra verði að veruleika síðar. Engar viðræður áttu sér stað á milli liðanna um mögulega þess að Sigurbergur yrði leystur undan samningi. Sigurbergur verður því […]