Haukasigur á Valsstúlkum

Haukar léku gegn Val í Iceland Expressdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld og enduðu leikar með heimasigri 70-64. Haukastúlkur eru því komnar með 6 stiga forskot á næsta lið og sitja á toppi B-riðils en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að deildinni var skipt upp.

Jafnræði var með liðunum nær allan leikinn og leiddu Haukar með þremur stigum í hálfleik 41-38. Sterkur leikur þeirra í þriðja leikhluta varð þess valdandi að Haukar náðu að auka muninn og leiddu með átta stigum fyrir loka leikhlutann, 55-47. Valsstúlkur unnu lokaleikhlutann með tveimur stigum og Haukar fögnuðu sigri 70-64.

Heather Ezell var að vanda stigahæst Hauka með 22 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 13 stig og 5 fráköst og Kiki Lund var með 12 stig og 7 stoðsendingar.

Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn þegar þær mæta Njarðvík í undanúrslitum Subwaybikarsins. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 19:15.

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Tölfræði leiksins