Haukastelpur í höllina

HaukarHaukastelpurnar tryggðu sér farseðilinn í höllina í gær með baráttusigri á Keflvíkingum á útivelli.

Stelpurnar virkuðu frekar stressaðar í fyrsta leikhluta en Auður hélt þeim inní leiknum með góðri nýtingu í 3ja stiga skotum. Í öðrum leikhluta komi Lovísa og Sylvía gríðarlegar sterkar inn. Lovísa hirti hvert sóknarfrákastið eftir annað og Sylvía var dugleg bæði í sókn og vörn. Má segja að þær tvær hafi náð að blása baráttuanda í aðra liðsmenn og var baráttan í liðinu gríðarlega góð í leiknum eftir mistækan fyrsta leikhluta.

 Haukarnir náðu naumri forystu í öðrum leikhluta en Keflvíkingar börðurst vel með Bryndísi í fantaformi. Í síðari hálfleik náðu stelpurnar ágætis forystu en Keflvíkingar náðu að setja smá pressu í leikinn með því að minnka forystuna niður í 3 stig er rétt rúmlega mín. lifði leiks. Lovísa náði að setja tvö mikilvæg skot niður í teignum og Lele barðist gríðarlega í fráköstum og tryggði sanngjarnan sigur.

Allar stelpurnar eiga hrós skilið fyrir baráttuna og nú er bara að fara að hlakka til þess að fara í Höllina og etja þar kappi við feiknarsterkt lið Snæfells. 

Stutt er á milli stríða hjá stelpunum en þær eiga heimaleik á mót Hamri á miðvikudaginn og svo á sunnudag fara þær aftur til Keflavíkur.

Haukastelpur í Höllina

HaukarHaukastelpur unnu öruggan sigur á Njarðvík í kvöld 73-41 í Subwaybikar kvenna.

Haukaliðið var sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn mjög sannfærandi. Henning þjálfari gat leyft sér að hvíla stóran hluta af byrjunarliði sínu mest allan seinni hálfleikinn.

Að þessu sinni var Heather Ezell ekki stigahæst en hún skoraði 16 stig og Kiki Lund var atkvæðmest með 18 stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var nálægt tvennunni með 9 stig og 11 fráköst.

Bikarúrslitaleikurinn verður 20. febrúar en þá etja kappi Haukar við Keflavík í úrslitum.

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Viðtal við Henning Henningsson á Karfan.is