Akureyri sigraði Eiðsmótið 2010

Eiðsmótið fór fram um helginaEiðsmótið fór fram um helgina í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á mótinu tóku þátt meistaraflokkar karla frá Akureyri, Fram, Gróttu og Haukum en þessi lið eiga það sameiginlegt að allir þjálfarar liðanna hafa leikið með Haukum í gegnum tíðina. Það eru þeir Rúnar Sigtryggsson, Halldór Ingólfsson, Einar Jónsson og Aron Kristjánsson. Akureyri og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik í síðasta leik mótsins og fóru Akueyri með sigur í þeirri viðureign og eru því handhafar Eiðsbikarsins næsta árið. Hörður Sigþórsson, línumaður Akureyri, var ennfremur valinn besti leikmaður mótsins.

Eiðsmótið er minningarmót um Eið Arnarson, fyrrum formann handknattleiksdeildar Hauka. Á laugardagsmorgun mættust Haukar og Fram. Þeir rauðklæddu sigruðu nokkuð örugglega og hið sama var upp á tengingum í öðrum leik mótsins þar sem Akureyri lagði Gróttu. Seinna um daginn sigruðu heimamenn Gróttu og Akureyri lagði Fram. Því var ljóst að Akureyri og Haukar myndu mætast í úrslitaleik á sunnudeginum á meðan að Fram og Grótta myndu takast á um þriðja sætið. 

Haukar byrjuðu mun betur gegn Akureyri og leiddu m.a. 14-7 á kafla í fyrri hálfleik. Norðanmenn náðu þá góðum kafla og staðan var 17-17 í hálfleik. Akureyringar tóku öll völd í seinni hálfleik og innbyrtu öruggan og verðskuldugan sigur. Hörður Sigþórsson fór fyrir liði Akureyrar í vörn og sókn og var valinn besti maður mótsins.

Fjölskylda Eiðs Arnarsonar afhenti liði Akureyrar Eiðsbikar og Herði verðlaunagrip fyrir besta mann mótsins. Haukar þakkar fjölskyldu Eiðs, þátttakendum, áhorfendur og starfsfólki Íþróttahúss Strandgötu fyrir samstarfið.