Haukastelpur náðum fram hefndum

Ramune skorar eitt af sjö mörkum sínumHaukastelpur mættu gríðarlega einbeittar til leiks þegar Stjörnustúlkur komu í heimsókn á Ásvelli á laugardaginn. Þær voru augljóslega staðráðnar í að ná fram hefndum eftir naumt tap í Garðabænum í bikarnum fyrr í vikunni. Þétt vörn og góð markvarsla lögðu grunninn að öruggum sigri sem var síst of stór, 26-22, en Haukastelpurnar leiddu um tíma með tíu mörkum í seinni hálfleik. Ramune og Hanna Stefáns voru atkvæðamestar í liði Hauka og skoruðu sjö mörk hvor. Bryndís Jónsdóttir var samt maður leiksins enda fór hún mikinn á milli stanganna. Haukastelpurnar eru sem fyrr í fjórða sæti N1 deildarinnar með 18 stig eftir  14 leiki. Með því að velja „Lesa meira“ er hægt að skoða myndir úr leiknum sem Pétur Haraldsson tók.