Hanna Guðrún íþróttakona Hafnarfjarðar

Í gærkvöldi fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu Íþróttahátíð Hafnarfjarðar fyrir árið 2009. Þetta er árlegur viðburður þar sem Íslandsmeistarar íþróttafélaga bæjarins fá viðurkenningu og einstaka íþróttamenn eru verðlaunaðir fyrir góðan árangur á árinu. Hápunkturinn er þó alltaf þegar íþróttamaður og íþróttakona Hafnarfjarðar er valinn. Í ár var það handboltakonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, […]

Haukafólk í yngri landsliðum

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið fimm æfingahópa yngri landsliða. Hóparnir sem um ræðir eru hópar 16 ára og yngri stúlkna og drengja, 17 ára landslið kvenna auk þess sem 18 ára og 20 ára landslið karla hafa verið valin. Hóparnir munu æfa í næstu viku.   Haukafólk á fólk í öllum þessum landsliðum og […]

Haukar mæta Akureyri og Fram

Eins og fram hefur komið á síðunni í dag leika bæði lið Hauka til úrslita í deildarbikar Flugfélags Íslands og HSÍ á  morgun. Leikirnir fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu en leikur strákanna hefst klukkan 18.00 og leikur stúlknanna tveimur klukkustundum síðar, eða klukkan 20.00. Nú er ljóst hverjir verða mótherjar Hauka í úrslitaleikjunum tveimur. Strákarnir […]

Bæði lið Hauka í úrslit deildarbikars

Í dag fer fram undanúrslit deildarbikars Flugfélags Íslands og HSÍ en leikið er á Strandgötu. Nú hafa verið leiknir tveir leikir, tveir leikir milli Hauka og Vals. Fyrri leikurinn, sem hófst klukkan 12.00, var á milli kvennaliða félaganna og síðari leikurinn, sem hófst klukkan 14.00, var á milli karlaliða félaganna.   Í leik kvennaliðanna sigraði […]

Fimm með 12 rétta.

Fimm voru með 12 rétta í getraunum í dag og einnig voru 11 með 11 rétta. Það eru komin 95 lið í leikinn sem er aldeilis frábært. Staðan í riðlunum verður uppfærð á heimasíðunni á morgun.

Gleðileg jól

Handknattleiksdeild Hauka óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og hún minnir á deildarbikarinn sem hefst á hádegi á sunnudag.

Deildarbikarinn 2009

Milli jóla og nýárs mun fara fram keppni um Deildarbikar HSÍ en sú keppni hefur verið haldin á þessum tíma undanfarin tvö ár. Í ár ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn. Fjögur efstu lið í N1 deildum karla og kvenna fara í keppnina og er miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól þar sem allir […]

Helena körfuknattleikskona ársins

Helena Sverrisdóttir hefur verið valin körfuknattleikskona ársins fyrir árið 2009 af körfuknattleikssambandi Íslands. Er þetta í fimmta sinn í röð sem hún er valin en það er met hjá KKÍ. Jón Arnór Stefánsson var valinn maður ársins og er þetta í sjöunda sinn á síðustu átta árum sem hann er valinn. Helena leikur með hinu […]

Við tippum annan í jólum.

Að venju var mætt vel í getraunaleik Hauka síðastliðinn laugardag og gekk liðum ágætlega. Töluvert var um að lið náðu 10 leikjum réttum og einhverjir af þeim skiluðu inn sínum röðum og fengu vinning. Opið verður í getraunaleiknum n.k.laugardag, annan í jólum, húsið opnar kl 10.00  og verður opið til 14. 00. Haukar er það félag sem er með […]

Hvað segir Ásgeir Þór Ingólfsson?

Nú er komið að því að fara heyra í leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu en þeir eru þessa dagana í stífu æfingaprógrami og fá síðan gott jólafrí. Þeir munu síðan mæta endurnærðir eftir áramót í meiri læti en strax í febrúar hefst Deildarbikarinn. Næstur í viðtal er hinn efnilegi Ásgeir Þór Ingólfsson sem hefur aldeilis […]