Helena körfuknattleikskona ársins

Helena leikur með hinu geysisterka háskólaliði TCU í BandaríkjunumHelena Sverrisdóttir hefur verið valin körfuknattleikskona ársins fyrir árið 2009 af körfuknattleikssambandi Íslands. Er þetta í fimmta sinn í röð sem hún er valin en það er met hjá KKÍ.

Jón Arnór Stefánsson var valinn maður ársins og er þetta í sjöunda sinn á síðustu átta árum sem hann er valinn.

Helena leikur með hinu geysisterka liði TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum og stendur sig afar vel. Helena er einn sterkasti leikmaður liðsins en framganga hennar með TCU hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.

Heimasíðan óskar henni til hamingju með valið.

Helena körfuknattleikskona ársins

Helena Sverrisdóttir hefur verið útnefnd körfuknattleikskona ársins af KKÍ í fjórða sinn. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR var útnefndur körfuknattleiksmaður ársins.

Helena sem leikur nú með TCU háskólanum í Bandaríkjunum hefur átt frábært ár og farið á kostum bæði með liði sínu sem og íslenska landsliðinu.

Hún hefur vakið mikla athygli á tímabilinu og í gær var stór grein um hana á forsíðu háskólavefs ESPN.com en það er einn stærsti íþróttafréttamiðill Bandaríkjanna.

Helena hefur tvívegis verið kjörin íþróttamaður Hauka(2005 og 2006) ásamt því að hún er ríkjandi íþróttamaður Hafnarfjarðar.

Verður hún í kjöri til íþróttamanns Íslands.

Mynd: Helena í leik með núverandi liði sínu TCU – tcu.edu