Hvað segir Ásgeir Þór Ingólfsson?

Ásgeir Þór er bjartsýnn á komandi tímabilNú er komið að því að fara heyra í leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu en þeir eru þessa dagana í stífu æfingaprógrami og fá síðan gott jólafrí. Þeir munu síðan mæta endurnærðir eftir áramót í meiri læti en strax í febrúar hefst Deildarbikarinn.

Næstur í viðtal er hinn efnilegi Ásgeir Þór Ingólfsson sem hefur aldeilis átt sjö dagana sæla hjá liðinu síðan hann kom í meistaraflokk. Strax á sínu fyrsta ári með liðinu var hann valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar og hefur ávallt spilað lykilhlutverk í liðinu.

Við spurðum hann nokkurra spurninga um lífið og fótboltann en strákurinn hefur mikla trú á liðinu fyrir komandi tímabil.

Hvað er að frétta af Ásgeiri Þór Ingólfssyni?

Það er allt gott að frétta af mér. Mikið af æfingum og prófin búin þannig ég er sáttur þessa stundina.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið verið hjá liðinu?

Undirbúningstímabilið hefur verið erfitt. Fáum þarna einkaþjálfara inní þetta sem er að breyta okkur úr börnum í karlmenn , einnig mikið af nýjum æfingum frá Andra Marteins sem verða bara til þess að við verðum í besta forminu þegar flautað verður til fyrsta leiks í sumar.

Hvernig lýst þér á þá leikmenn sem Haukar hafa fengið til sín? Þá Daða Lárusson,
Guðmund Mete, Arnar Gunnlaugsson og Kristján Ómar Björnsson?

Ég gæti hreinlega ekki verið sáttari með þessi kaup. Þetta eru allt toppmenn sem koma til með að styrkja okkur í sumar og hafa þeir bara verið flottir við okkur enda tókum við vel á móti þeim.

Nú hafa verið vangaveltur um að Þórhallur Dan ætli að halda áfram knattspyrnuiðkun og ætli að leika með Haukum í Pepsi-deildinni, nú veit ég að þú hefur miklar mætur á þessum manni, hver er skoðun þín á þessu máli?

Þórhallur Dan á nóg inni, hann getur vel spilað með okkur í sumar. Hann hefur sagt mér hvernig hann mun æfa eftir áramót og hvernig hann hefur verið að æfa og verð ég að hrósa honum fyrir metnaðinn sem hann hefur ennþá. Ef hann verður með hausinn rétt skrúfaðann á herðarnar þá hef ég engar áhyggjur af honum í sumar.

Nú er búið að draga í Deildarbikarnum, hvernig lýst þér á riðilinn sem þið munið leika í?

Þetta er flottur riðill og það verður gaman að taka á móti þessum liðum. Auðvitað förum við í þessa leiki með það hugafar að vinna þótt þetta sé æfingarmót.

Þökkum Ásgeiri innilega fyrir þetta viðtal og óskum honum alls hins besta á komandi leiktíð.