Tap í hörkuleik gegn KR

Stelpurnar í unglingaflokki kvenna náðu því miður ekki að vinna bikarmeistaratitilinn í unglingaflokki í dag. Kepptu þær við KR og eftir hörkuleik stóðu KR-ingar uppi sem siguvegarar. Lokatölur leiksins voru 61-57. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka og allan fyrri hálfleikinn voru stelpurnar í miklum vandræðum og voru þær 13 stigum undir þegar flautað var […]

Bikarúrslit: Unglingaflokkur kvenna spilar kl. 16:00

Stelpurnar í unglingaflokki spila til úrslita í bikarkeppni unglingaflokks kvenna í körfubolta í dag. Að þessu sinni er úrslitahelgin í Keflavík og hefst leikur þeirra kl. 16:00. Andstæðingar Hauka eru KR en þær eru ríkjandi bikarmeistarar í unglingaflokki. Haukastelpur hafa verið sigursælar í bikarkeppninni undanfarin ár en unglingaflokkur Hauka hefur unnið fjóra af síðustu fimm […]

Haukar neita að gefast upp

Haukar unnu mikilvægan sigur á Hamri í kvöld 69-65 í 1. deild karla. Haukar eiga því enn möguleika á að lenda í efsta sæti í 1. deild og fara því beint upp í úrvalsdeildina. Haukar þurftu að vinna leikinn með fjórum stigum eða meira og það tókst. Ef Hamar hefði unnið leikinn eða tapað með […]

Heiða Ingólfsdóttir í U-19

Heiða Ingólfsdóttir er í æfingahópi U-19 kvenna í handknattleik sem æfir á næstunni. Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari, valdi 20 leikmenn til æfinga en fyrsta æfing er á mánudag í Mýrinni í Garðabæ kl. 18:00. Allur hópurinn. 

Bryndís einn þriggja nýliða í A-landsliðshópnum

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 19  manna æfingahóp sem mun æfina vikuna 2.-8. mars. Haukar eiga tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Bryndís Jónsdóttir en Bryndís er einn þriggja nýliða sem Júlíus Jónasson valdi að þessu sinni. Hægt er að sjá allan hópinn hér. Mynd: Bryndís Jónsdóttir hefur […]

Tap hjá Haukastelpum

Deildarmeistarar Hauka töpuðu lokaleik sínum í Iceland Express-deild kvenna fyrr í kvöld þegar þær heimsóttu Keflvíkinga. Haukar töpuðu með 21 stigi 71-50 og áttu erfitt uppdráttar allt kvöldið. Leikurinn hafði engin áhrif á lokastöðuna en Haukar og Keflavík verða sem fyrr í 1. og 2. sæti í deildinni. Nú hefst forkeppni að úrslitakeppninni en Haukar […]

Haukar styrktu stöðu sína á toppi N1 deildarinnar

Í kvöld fór einn leikur fram í N1 deild karla en þá heimsóttu Víkingar, neðsta lið deildarinnar, Haukamenn á Ásvelli. Haukar voru fyrir leikinn efsta lið deildarinnar. Haukamenn byrjuðu betur og náðu strax ágætu forskoti sem þeir héldu til loka leiksins. Í hálfleik var staðan 15 – 10 en þegar flautan gall og leiknum lauk […]

Haukastelpur í Toytota-höllina

Haukastelpur spila síðasta leik sinn í Iceland Express-deild kvenna í kvöld en lokaumferð deildarinnar fer fram í kvöld. Haukar heimsækja Keflavík í Toyota-höllina og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikurinn hefur enga þýðingu fyrir lokastöðuna í deildinni en Haukar eru orðnir deildarmeistarar og Keflavík endar í 2. sæti. Leikurinn hefst kl. 19:15. Mynd: Helena Hólm og […]

Haukar – Víkingur í N1-deild karla á morgun

Á morgun leika Haukar gegn Víking í N1-deild karla en leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19:30. Þetta er eini leikurinn í N1-deildinni á morgun, en um er að ræða frestaðan leik vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppninni. Haukar eru eins og flest allir vita á toppi deildarinnar 22 stig eftir nokkuð þæginlegan sigur […]