Tap í hörkuleik gegn KR

Stelpurnar í unglingaflokki kvenna náðu því miður ekki að vinna bikarmeistaratitilinn í unglingaflokki í dag. Kepptu þær við KR og eftir hörkuleik stóðu KR-ingar uppi sem siguvegarar. Lokatölur leiksins voru 61-57.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka og allan fyrri hálfleikinn voru stelpurnar í miklum vandræðum og voru þær 13 stigum undir þegar flautað var til hlés 33-20.

En það kom glænýtt Haukalið til leiks í seinni hálfleik en á undraskömmum tíma unnu þær upp muninn og komust yfir 35-37. Liðin skiptust síðan á að skora út hálfleikinn og á lokasprettinum náðu KR-ingar að innbyrða sigur.

Það var mikil harka í leiknum og stelpurnar börðust eins og ljón allan tímann.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir var best í liði Hauka en hún gjörsamlega lokaði teignum en stelpan var með magnaða þrennu, 16 stig, 16 fráköst og 10 fráköst.

 

Umfjöllun og myndir úr leiknum á Karfan.is

 Mynd fyrir ofan: Ragna Margrét var frábær í liði Hauka í dagstefan@haukar.is

Mynd fyrir neðan: Haukastelpur að taka við silfurverðlaunum sínumstefan@haukar.is