Fram-Haukar SS bikar kvenna

Í kvöld unnu stelpurnar okkar glæsilegar sigur 20-30 á Fram í 8-liða úrslitum SS-bikarsins. Þær byrjuðu leikinn vel (2-5) en þá kom slæmur kafli þar sem ekkert gekk en Fram náði samt bara að minnka muninn í 4-5. Þá rifu stelpurnar okkar sig áfram og náðu góðu forskoti og staðan í hálfleik var 9-13. Í […]

Haukar-ÍBV mfl.karla

Stigin tvö voru góð þegar strákarnir unnu ÍBV 30-27 á Ásvöllum í kvöld. Sama er ekki hægt að segja um leikinn, sérstaklega seinni hálfleikinn. Haukar skoruðu fyrsta markið, gestirnir jöfnuðu 1-1 en eftir það höfðu strákarnir okkar yfirhöndina. Staðan var 6-2, síðan 12-5 og í hálfleik var staðan 17-12. Seinni hálfleikur byrjaði vel og náðu […]

Stjarnan-Haukar mfl.karla

Strákarnir töpuðu 30-27 fyrir Stjörnunni í Ásgarði í dag. Staðan í hálfleik var 17-10 fyrir heimamenn og það var ekki fyrr en í síðari hluta seinni hálfleiks sem strákarnir okkar fóru að taka á og minnkuðu munnin í eitt mark. Það dugði ekki til og ósigur staðreynd. Það þýðir samt ekkert að gefast upp. Næsti […]

ÍR-Haukar mfl.karla

Strákarnir okkar töpuðu 36-30 er þeir heimsóttu ÍR í Austurbergið í kvöld. Fyrstu mínútur voru allt í lagi en síðan datt botinn úr og alla baráttu vantaði. Þeir áttu slakan leik, náðu sér engan veginn á strik og voru úrslitin eftir því. Markahæstur var Andri Stefan með 10 mörk, þar af 9 í seinni hálfleik.

Barcelonaferðin

Það eru að skýrast línur um ferðina okkar til Barcelona. Áætlað flugtak frá Keflavík verður kl. 8:15 fimmtudagsmorgunin 20. nóvember og heimför frá Barcelona sunnudagskvöldið 23. nóvember, áætlað að við förum í loftið um kl. 20:00 að staðartíma. Flugtími er ca 4 klst. og tímamunur 1 klst. (vetrartími) Við fáum því þrjár nætur og fjóra […]

Föstudagskaffi á Ásvöllum

Næsta föstudag 24. október fer af stað “Föstudagskaffi á Ásvöllum”. Alla föstudagsmorgna frá kl. 8:00 til kl. 10:00 verður morgunkaffi á borðum í horninu í anddyrinu. Kaffi og meðlæti verður selt á sanngjörnu verði. Allir vita að góður morgunmatur er fín undirstaða fyrir eril dagsins. Í stað þess að vera á hlaupum út um allan […]

Magdeburg-Haukar

Strákarnir okkar töpuðu 34-26 fyrir Magdeburg í Þýskalandi í dag. Þeir byrjuðu leikinn vel, heimamenn náðu þó forystu í byrjun 3-1 en þá kom frábær kafli hjá strákunum okkar og breyttu þeir stöðunni í 3-5. Voru yfir 4-7 og 6-8 og það var ekki fyrr en í stöðunni 9-9 sem Magdeburg náði að jafna. Það […]

ÍBV-Haukar

Stelpurnar okkar töpuðu illa í Eyjum í dag 36-23. Þær byrjuðu vel og höfðu yfirhöndina en í stöðunni 12-12 fór allt í baklás og stórt tap staðreynd.

Í dag

Hvorki mfl.karla né mfl.kvenna eru stödd á landinu þessa stundina. Stelpurnar eru á leið til Eyja og spila við ÍBV kl. 14.00. Strákarnir eru í Magdeburg og hefst þeirra leikur kl. 13.00. Nú er kominn tími til að setja sig í stellingar og senda góða strauma yfir hafið.