Haukar-ÍBV mfl.karla

Öruggur sigur hjá stákunum okkar á ÍBV á Ásvöllum í kvöld 41-32.
Gestirnir frá Eyjum skoruðu fyrstu tvö mörkin en Haukar voru fljótir að jafna 2-2 og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Í hálfleik var staðan 21-13 og lokatölur 41-32 eins og áður segir.
Allir ungu strákarnir „af bekknum“ fengu að spreyta sig og stóðu sig mjög vel.
Glæsilegur sigur og gott veganesti fyrir erfiðan Evrópuleik á laugardaginn.

Haukar-ÍBV mfl.karla

Ekki byrjaði árið vel hjá strákunum okkar, en þeir töpuðu fyrir ÍBV á Ásvöllum í kvöld 32-36.

Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik, 2-2, 3-3, 4-4. ÍBV var síðan yfir 4-6 og 8-10. Aftur var jafnt 11-11, 12-12, 13-13 og 14-14 en undir lok hálfleiks fór allt í baklás hjá okkar mönnum og gestirnir höfðu þriggja marka forskot 15-18 þegar flautað var til leikhlés.
Í fyrri hálfleik var vörnin ansi götótt en ekki tók betra við í þeim síðari, vörnin hvarf gjörsamlega og þá er ekki von á góðu.

Manni fannst leikmenn mæta hálf værukærir til leiks og ekki tilbúnir að berjast sem lið til sigurs. En við vitum að strákarnir okkar rífa sig upp fyrir næsta leik og sýna hvað í þeim býr.

Áfram Haukar

Haukar-ÍBV mfl.karla

Stigin tvö voru góð þegar strákarnir unnu ÍBV 30-27 á Ásvöllum í kvöld. Sama er ekki hægt að segja um leikinn, sérstaklega seinni hálfleikinn. Haukar skoruðu fyrsta markið, gestirnir jöfnuðu 1-1 en eftir það höfðu strákarnir okkar yfirhöndina. Staðan var 6-2, síðan 12-5 og í hálfleik var staðan 17-12. Seinni hálfleikur byrjaði vel og náðu strákarnir fljótt 10 marka forskoti 23-13. Eftir það má segja að strákarnir hafi hætt að spila handbolta og gestirnir söxuðu á. Sigurinn var aldrei í hættu en alltof mikið kæruleysi að missa þetta niður í þrjú mörk.