Magdeburg-Haukar

Á laugardaginn hittumst við á Ásvöllum og horfum saman á leikinn hjá strákunum okkar, en þeir lögðu af stað til Þýskalands snemma í morgun. Leikurinn hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma. Hér getið þið kíkt á heimasíðu {Tengill_16}

Haukar-Fylkir/ÍR

Stelpurnar okkar sigruðu Fylki/ÍR 27-23 á Ásvöllum í kvöld. Þær höfðu yfirhöndina allan leikinn, náðu góðu forskoti í byrjun 6-1 og 10-4. Staðan í hálfleik var 16-9. Þær héldu forystunni seinni hálfleikinn 20-14, 25-18 en slökuðu of á undir lokin og gestirnir minnkuðu muninn. Þó gæði leiksins hafi ekki verið mikil voru stigin tvö góð. […]

Barcelonaferðin

Undirbúningur að ferð til Barcelona er í fullum gangi. Planið er að fara út fimmtudagsmorgunin 20.nóvember og koma heim sunnudagskvöldið 23. nóvember. Gist verður á 4ra stjörnu hóteli, mjög líklega sama hóteli og við vorum á fyrir 2 árum. Verðið er ekki alveg komið á hreint en verður væntanlega í kringum 47.000 og er þá […]

Haukar-Barcelona

Strákarnir okkar lágu fyrir Spánarmeisturum Barcelona í fyrsta leik í Meistaradeildinni á Ásvöllum í dag. Leikurinn endaði 26-36. Í fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum, Barcelona alltaf skrefinu á undan en strákarnir okkar ekki langt á eftir. Þeir jöfnuðu rétt fyrir lok hálfleiks 17-17 en gestirnir skoruðu síðasta markið 17-18. Frábær staða í hálfleik […]

Tengill.

Ég set hérna inn tengil fyrir hinar ýmsu upplýsingar um skákina, t.d. skábyrjanir, sem ég fann á netinu: www.eudesign.com/chessops/ (ch-group.htm) bætist við til að fara beint í byrjanir.

Haukamenn að standa sig!!!

5 félagar í Skákdeild Hauka tóku þátt í MP móti Taflfélags Reykjavíkur. Þetta voru þeir Þorvarður Fannar Ólafsson og Stefán Freyr Guðmundsson í B-flokki og Sveinn Arnarson, Ingi Tandri Traustason og Svanberg Már Pálsson í c flokki. Þorvarður lenti í 4. sæti með 5 vinninga og Stefán í því 8. með 3 vininga. Í c-flokki […]

Morgundagurinn

Á morgun verður nóg að gera hjá Haukafólki. Stelpurnar okkar spila við Stjörnuna kl. 15.00 í Garðabæ. Strax að leik loknum bruna menn í Fjörðinn (á löglegum hraða), beint uppá Ásvelli en kl. 17.00 hefst stórleikur strákanna okkar við Barcelona í Meistaradeildinni. Mætum tímanlega en kynning hefst um 15 mín fyrir leik. Góða skemmtun

Börsungar komnir

Leikmenn Barcelona komu til landsins um miðjan dag í dag og voru með æfingu á Ásvöllum seinni partinn. Eftirlitsdómarinn kom einnig í dag en annað mál er með dómara leiksins. Þeir eru strandaglópar í Austurríki vegna verkfallsaðgerða þar, en verið er að reyna að koma þeim til landsins á einhvern hátt. Allavega fer leikurinn fram, […]