Barcelonaferðin

Það eru að skýrast línur um ferðina okkar til Barcelona.

Áætlað flugtak frá Keflavík verður kl. 8:15 fimmtudagsmorgunin 20. nóvember og heimför frá Barcelona sunnudagskvöldið 23. nóvember, áætlað að við förum í loftið um kl. 20:00 að staðartíma. Flugtími er ca 4 klst. og tímamunur 1 klst. (vetrartími) Við fáum því þrjár nætur og fjóra daga þarna suðurfrá.

Verðið er enn ca 47.000 og innifalið er flug, skattar, akstur til og frá flugvelli á Spáni, gisting í 3 nætur ásamt morgunmat. Eins verður íslensk fararstjórn. Gist verður á Hotel Pere IV, sem er nýtt 4* hótel í miðborg Barcelona. Hótelið var tekið í notkun í apríl s.l. og er með 195 herbergjum sem öll eru m.a. með loftkælingu, síma, sjónvarpi (satellite og PayTv), mini bar, hárþurrku og öryggishólfi. Á hótelinu er BAR, kaffihús, veitingastaður, sauna, fitness, sundlaug og BAR. Hótelið er nálægt Tónleikahöllinni (Auditorium concert hall) og National Theatre of Catalonia.

Samvinna við “FERÐALÁN SPH” gæti komið til með að lækka ferðakostnað fyrir einstaklinga og auðvelda greiðslur. Þetta verður kynnt nánar á fundi sem verður í byrjun nóv. (líklega þriðjudaginn 4. nóv.). Þar verða fulltrúar frá SPH og eins verða á fundinum fulltrúar frá ferðaskrifstofunni ÚÚ sem kynna ferðina nánar. Fundartíminn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Á þessum fundi verður hægt að ganga frá staðfestingargjaldinu kr. 5.000 sem er óendurkræft. Greiða þarf staðfestingargjaldið í síðasta lagi 9. nóvember. Miða á leikinn verður hægt að kaup um leið og gengið er frá staðfestingargjaldinu. Við erum ekki komin með miðaverðið en það fer allavega ekki yfir 1.000 kr.

Nú þegar hafa hátt í 150 manns bókað sig svo það styttist í að vélin fyllist. Við hvetjum alla FerðaHauka sem ekki enn hafa skráð sig að drífa í því hið fyrsta. Þeir sem fóru til Braga og/eða Lissabon vita að þetta er ferð sem enginn má missa af.

Þið sem ekki eruð búin að skrá ykkur, smellið á hreyfimyndina á miðri forsíðu og skráið ykkur NÚNA.

Barcelonaferðin

Undirbúningur að ferð til Barcelona er í fullum gangi. Planið er að fara út fimmtudagsmorgunin 20.nóvember og koma heim sunnudagskvöldið 23. nóvember. Gist verður á 4ra stjörnu hóteli, mjög líklega sama hóteli og við vorum á fyrir 2 árum. Verðið er ekki alveg komið á hreint en verður væntanlega í kringum 47.000 og er þá innifalið flug og skattar, akstur til og frá hóteli, gisting í þrjár nætur ásamt morgunmat og ekki síst eru frábærir ferðafélagar innifaldir í þessu verði.

Við verðum með stóra vél, 247 manna og markmiðið er að fylla hana. Nú er um að gera að kynna ferðina fyrir vinum og vandamönnum. Tilvalin ferð fyrir alls kyns hópa, t.d. saumaklúbba, matarklúbba, veiðiklúbba ofl. Ekki er skilyrði að menn séu Haukamenn fyrir brottför, við sjáum um að breyta því fyrir heimferð.

Farið inná Meistaradeildina (EHF Champions league) hér hægra megin á síðunni og smellið þar efst á síðunni á “skrá áhuga í ferð”.

Barcelonaferðin

Æ æ æ
Að öllum líkindum verður ekkert af hópferðinni, þar sem ódýrasta verð með hóteli yrði um 65.000.
Þeir sem hafa áhuga á að fara geta haft samband við Úrval Útsýn í síma 585-4140 og fengið upplýsingar.