ÍBV – Haukar

Í gær fór fram leikur ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum. Þessi lið mættust síðast í leik um meistara meistaranna þar sem okkar stelpur höfðu betur.

Stelpurnar okkar skoruðu fyrsta mark leiksins. Okkar stelpur byrjuðu mun betur og voru komnar fljótlega í stöðuna 7-10. Eyjastelpur komust aldrei yfir í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 17-18 okkar stelpum í vil.

Í síðari hálfleik náðu Eyjastelpur að jafna 21-21. Þær komust svo yfir 22-21 en okkar stelpur jöfnuðu 23-23. Eftir það komust stelpurnar okkar þremur mörkum yfir, 25-28, og sigruðu svo að lokum 26-29.

Markahæst í liði Hauka var Ramune með 9 mörk en Erna Þráinsd. skoraði 6. Pavla Plaminkova skoraði 10 mörk fyrir ÍBV þar af 6 úr vítaköstum.

Helga Torfadóttir átti stórleik og varði 21 skot. Branca Jovanovis varði einnig 21 skot.

Stelpurnar okkar eru þá komnar í 2. sæti ásamt Stjörnunni og Gróttu. Liðin eru með 8 stig. Í efsta sæti er Valur með 9 stig. ÍBV er í 5. sæti með 7 stig.

ÁFRAM HAUKAR!!

ÍBV-Haukar

Stelpurnar okkar töpuðu illa í Eyjum í dag 36-23. Þær byrjuðu vel og höfðu yfirhöndina en í stöðunni 12-12 fór allt í baklás og stórt tap staðreynd.

ÍBV-HAUKAR

Stelpurnar okkar töpuðu fyrsta leiknum í úrslitarimmunni við ÍBV í Eyjum í dag 29-23. Þær byrjuð leikinn betur komust í 1-4 og voru yfirleitt 1 til 2 mörk yfir en heimamenn náðu að jafna á milli og jafnt var í hálfleik 13-13. Seinni háfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri, mikil barátta og mikil spenna. Þegar um 10 mínútur voru eftir hrökk allt í baklás hjá okkar stelpum og ÍBV náði að síga framúr og landa sigri.

Þetta var bara fyrsti leikurinn af mörgum og nú tökum við “vel” á móti Eyjastúlkum á Ásvöllum á þriðjudaginn. Með stuðningi áhorfenda er allt hægt.