ÍR-Haukar mfl.karla

Strákarnir okkar skelltu sér á toppinn með sigri á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í Austurberginu í kvöld. Lokatölur 24-31.

Leikurinn var jafn í byrjun en í stöðunni 5-5 tóku okkar menn forystu og héldu henni það sem eftir var leiks. Í hálfleik var staðan 12-14 fyrir Hauka. Í seinni hálfleik náðu heimamenn aldrei að ógna góðu forskoti Hauka og öruggur sigur var í höfn.

Strákarnir okkar léku saman sem lið og sýndu á köflum frábær tilþrif. Sóknin gekk fínt og gaman að fá Ásgeir Örn aftur til leiks. Vörnin var mjög öflug og Birkir Ívar í fantaformi fyrir aftan.

ÍR-Haukar mfl.karla

Enn eitt jafnteflið 25-25 var niðurstaðan eftir heimsókn strákanna okkar til ÍR í gærkvöldi.
Okkar menn voru arfaslakir í fyrri hálfleik og voru engan veginn tilbúnir í slaginn. Það má segja að þeir hafi verið heppnir að vera “bara” fjórum mörkum undir í hálfleik 14-10. Þeir komu betur stemmdir til seinni hálfleiks og náðu að jafna 18-18 og eftir það skiptust liðin á að hafa forystu og gat sigurinn í raun dottið beggja megin en jafntefli varð raunin og auðvitað erum við Haukar hundsvektir yfir að ná ekki í bæði stigin.

Robertas var markahæstur með 12 mörk og mörg þeirra á ljóshraða, þvílík mörk.

ÍR-Haukar mfl.karla

Strákarnir okkar töpuðu 36-30 er þeir heimsóttu ÍR í Austurbergið í kvöld. Fyrstu mínútur voru allt í lagi en síðan datt botinn úr og alla baráttu vantaði. Þeir áttu slakan leik, náðu sér engan veginn á strik og voru úrslitin eftir því.

Markahæstur var Andri Stefan með 10 mörk, þar af 9 í seinni hálfleik.