Heiðranir íþróttafólks á gamlársdag 2021.

Það var glæsilegur hópur íþróttafólks sem mætti í samkomusal félagsins í dag, en þar var íþróttafólkið okkar heiðrað fyrir frábæran árangur á árinu 2021. Lovísa Henningsdóttir, leikmaður mfl. kvenna í körfuknattleik, var valin íþróttakona Hauka, Tjörvi Þorgeirsson. leikmaður mfl. karla í handknattleik,var valinn íþróttamaður Hauka og Aron Kristjánsson, þjálfari mfl. karla í handknattleik, var valinn […]

Dregið hefur verið í jólahappdrætti knattspyrnudeildar

Dregið hefur verið í jólahappdrætti knattspyrnudeildar hjá sýslumanni. Að neðan má sjá vinningsnúmer og óskum við vinningshöfum innilega til hamingju um leið og við þökkum öllum sem keyptu miða fyrir stuðninginn við knattspyrnudeild Hauka. Vinningar verða afhentir á Ásvöllum miðvikudaginn 5. janúar frá kl. 17.00 – 18.00.

Íþróttakona, íþróttamaður og þjálfari Hauka valin á morgun, gamlársdag kl. 12:15.

Íþróttakona, íþróttamaður og þjálfari Hauka valin á morgun, gamlársdag kl. 12:15. Vegna sóttvarnartakmarkana verður viðburðurinn aðeins í beinu streymi á YouTube rás Hauka, tv.haukar.is Á fundi aðalstjórnar sem haldinn var þann 1. desember sl. voru lagðar fram tilnefningar deilda félagsins á íþróttakonu, íþróttamanni, og þjálfara Knattspyrnufélagsins Hauka ársins 2021.   Eftirtaldir íþróttamenn og þjálfarar voru […]

Gleðilega jólahátíð!

Knattspyrnufélagið Haukar færir öllum velunnurum félagsins, starfsfólki, iðkendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og öðrum þeim sem lagt hafa grunn að öflugu starfi Hauka á árinu sem er að líða bestu þakkir fyrir ykkar góða framlag til félagsins. Megi nýtt ár færa okkur mörg tækifæri til gleðiríkra samverustunda og okkar frábæra félagi þróttmikið og árangursríkt íþróttaár. Óskum ykkur […]

Skata, áramótabrenna og þrettándagleði.

Kæru Haukafélagar. Því miður er staðan þannig í þjóðfélaginu að mælst er til þess að takmarka eins og kostur er mannfagnaði nú um jól og áramót vegna Covid 19. Af þessum sökum höfum við ákveðið að fella niður okkar árlegu skötuveislu sem og áramótabrennu og þrettándagleði. Við leyfum okkur hins vegar að vera bjartsýn fyrir […]

Kveðja frá meistaraflokki kvenna

Jæja þá er Evrópuævintýri okkar Haukastúlkna lokið í ár. Við höfum undanfarna tvo mánuði notið þeirra forréttinda að hafa fengið að leika í riðlakeppni Eurocup eftir að við slóum út Club Union Sportiva frá Azora-eyjum á eftirminnilegan hátt. Við gerum okkur grein fyrir því að það er síður en svo sjálfgefið að fá að taka […]

Leikir fyrir jól í handboltanum

Fjórir leikir eru á dagskrá hjá liðunum okkar fram að jólum, karlaliðið spilar tvo leiki en þeir eru gegn Fram og Aftureldingu, kvennaliðið fær KA/Þór í heimsókn og má búast við hörkuleik. U-liðið leikur síðan gegn ungmennaliði Aftureldingar. Við minnum ykkur á að fylgjast með á facebook síðunni okkar (HÉR) og einnig erum við mjög […]

Knattspyrnudeild Hauka semur við Ólaf Darra

Knattspyrnudeild Hauka hefur verið að semja við unga leikmenn sem verða til í metnaðarfullu starfi knattspyrnudeildar Hauka. Þannig hefur verið samið við Ólaf Darra Sigurjónsson leikmann 2. flokks. Óli Darri eins og við þekkjum hann á Ásvöllum var á seinna ári í 3. flokki síðasta sumar í liði sem spilaði glimrandi flottan fótbolta og árangurinn […]