Kveðja frá meistaraflokki kvenna

Stelpurnar fagna sigri á portúgalska liðinu Union Sportiva. Er þetta fyrsti Evrópusigur félagsliða hjá íslensku kvennaliði.

Jæja þá er Evrópuævintýri okkar Haukastúlkna lokið í ár. Við höfum undanfarna tvo mánuði notið þeirra forréttinda að hafa fengið að leika í riðlakeppni Eurocup eftir að við slóum út Club Union Sportiva frá Azora-eyjum á eftirminnilegan hátt. Við gerum okkur grein fyrir því að það er síður en svo sjálfgefið að fá að taka þátt í svona verkefni og erum við stoltar og þakklátar fyrir að stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka ákvað að skrá okkur til leiks í þessa keppni.

Við höfum leikið átta leiki í þessari keppni þ.a. fjóra erlendis í jafn mörgum ferðum, við höfum þ.a.l. ferðast um alla Evrópu í þessu verkefni og hlotið dýrmæta reynslu sem mun nýtast okkur vel í komandi verkefnum.
Við stelpurnar viljum nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur, stjórn deildarinnar hefur sýnt okkur gríðarlegt traust og hefur þetta frábæra fólk unnið baki brotnu við að afla fjár í þetta verkefni. Styrktaraðilar deildarinnar og sjálfboðaliðar í kringum okkur hafa jafnframt lagt okkur lið og styrkt okkur á ómetanlegan hátt. Fyrir hönd okkar í m.fl. kvenna segi ég að lokum TAKK

FYRIR OKKUR KÆRA STJÓRN, KÆRU STYRKTARAÐILAR, KÆRU SJÁLFBOÐALIÐAR OG FRÁBÆRU STUÐNINGSMENN OKKAR, VIÐ ÞÖKKUM FYRIR FRÁBÆRAN STUÐNING.

Áfram Haukar,
Lovísa Björt Henningsdóttir fyrirliði kvennaliðs Hauka