Knattspyrnudeild Hauka semur við Ólaf Darra

Knattspyrnudeild Hauka hefur verið að semja við unga leikmenn sem verða til í metnaðarfullu starfi knattspyrnudeildar Hauka.

Þannig hefur verið samið við Ólaf Darra Sigurjónsson leikmann 2. flokks. Óli Darri eins og við þekkjum hann á Ásvöllum var á seinna ári í 3. flokki síðasta sumar í liði sem spilaði glimrandi flottan fótbolta og árangurinn eftir því.

Óli Darri er því einn af þeim mjög efnilegu leikmönnunum sem gengu upp í 2. flokk og hefur einnig fengið að spreyta sig á meistaraflokksæfingum.

Til hamingju Óli Darri – Framtíðin og tækifærin eru þín og nú er að vinna úr því með góðum stuðningi þjálfarateymis Hauka.

Ólafur Darri