Heiðranir íþróttafólks á gamlársdag 2021.

Heiðranir íþróttafólks Hauka 2021

Það var glæsilegur hópur íþróttafólks sem mætti í samkomusal félagsins í dag, en þar var íþróttafólkið okkar heiðrað fyrir frábæran árangur á árinu 2021. Lovísa Henningsdóttir, leikmaður mfl. kvenna í körfuknattleik, var valin íþróttakona Hauka, Tjörvi Þorgeirsson. leikmaður mfl. karla í handknattleik,var valinn íþróttamaður Hauka og Aron Kristjánsson, þjálfari mfl. karla í handknattleik, var valinn þjálfari ársins 2021.
Lið meistaraflokks kvenna í körfuknattleik var valið afrekslið Hafnarfjarðar árið 2021 á sérstakri íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og fékk í dag afhentan bikar af því tilefni
Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar frábæra íþróttafólki.

Áfam Haukar.