Skata, áramótabrenna og þrettándagleði.

Kæru Haukafélagar.
Því miður er staðan þannig í þjóðfélaginu að mælst er til þess að takmarka eins og kostur er mannfagnaði nú um jól og áramót vegna Covid 19. Af þessum sökum höfum við ákveðið að fella niður okkar árlegu skötuveislu sem og áramótabrennu og þrettándagleði. Við leyfum okkur hins vegar að vera bjartsýn fyrir árið 2022 og stefnum að margvíslegum viðburðum þegar öldur lægja í þjóðfélaginu.
Með bjartsýni í brjósti óskum við ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Farið vel með ykkur.
Áfram Haukar.