Haukamaður í A-landsliði karla

Þó að Haukar hafi átt fulltrúa í A-landsliði kvenna samfleytt í ansi mörg ár, í formi Söru Bjarkar, Alexöndru og Pálu Marie, þá hefur það ekki verið tíður atburður að sjá uppalinn Haukamann í A-landsliði karla. Hann Þórir Jóhann Helgason nær í dag þeim frábæra áfanga að spila sinn fyrsta A-landsliðsleik aðeins tvítugur að aldri […]

Ársskýrsla Hauka 2020.

Á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Hauka sem haldinn var þann 25. maí sl. var árskýrsla félagsins lögð fram. Rekstur félagsins gekk vel á liðnu ári þrátt fyrir að félagið hafi glímt við tímabundnar lokanir Íþróttamiðstöðvar og stífar sóttvarnarreglur vegna Covid 19. Haukar_Ársskýrsla

9.flokkur Hauka í úrslit

9.flokkur Hauka leikur til úrslita á laugardaginn 29.maí kl 11:00. Strákarnir spila gegn sterku liði Stjörnunnar. Leikurinn fer fram í TM-hellinum (Seljaskóli). Haukar unnu Fjölni í 8 liða úrslitum með 8 stigum. Í undanúrslitum fengu þeir Selfoss en þeir höfðu tapað gegn sterku liði Selfossar fyrr í vetur með 21 stigi. Strákarnir komu gríðarlega sterkir […]

Aron Rafn heim í Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert 3ja ára samning við Aron Rafn Eðvarðsson um að snúa til baka til félagsins eftir 8 ár í atvinnumennsku. Aron Rafn þarf vart að kynna fyrir Haukafólki en hann verður 32 ára á þessu ári og er uppalinn í rauða Haukabúningnum. Hann kemur til liðs við Hauka frá SG BBM Bietigheim […]

Nýr formaður Hauka

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær hér í Samkomusalnum. Formaður félagsins til síðustu 7 ára, Samúel Guðmundsson, lét af störfum og í hans stað var kjörinn Magnús Gunnarsson. Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins undanfarin ár. Verður hann starfandi formaður jafnframt því að vera framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hauka ehf. Félagið þakkar Samúel góð og farsæl störf […]

Námskeið hjá Hugaríþrótta- deildinni í allt sumar

Hugaríþróttadeildin mun bjóða upp á vikunámskeið í allt sumar fyrir krakka frá 8-16 ára. Í boði eru námskeið fyrir hádegi frá kl. 9-12 og eftir hádegi 13-16. Námskeiðin verða þannig uppsett að einungis verður að hámarki spilað 1.5 klst af þessum 3 klst sem hver dagur er, og á móti verða stundað „raunheimaleikir“, spiluð borðspil, […]

Ólöf Maren til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur samið við markvörðinn Ólöfu Maren Bjarnadóttur til næstu tveggja ára. Ólöf kemur til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA/Þór en þar hefur hún fengið smjörþefinn af Olísdeild kvenna og lék 6 leiki með þeim í deildarkeppninni þetta tímabilið. Ólöf sem er 19 ára hefur undafarið verið í U-19 ára landsliðshóp Íslands […]

Lára Mist spilar með Haukum í sumar

Kvennalið knattspyrnufélag Hauka fékk flottan liðstyrk fyrir sumarið, en Lára Mist Baldursdóttir kemur á láni frá Stjörnunni. Lára er fædd 1998, spilar miðju og hefur komið við sögu í síðustu þremur leikjum Hauka. Knattspyrnufélagið fagnar komu Láru Mistar en hún þekkir vel til okkar á Ásvöllum þar sem hún kom einnig á lán árið 2019 […]

Haukar semja við Ragnar Hermannsson

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Ragnar Hermannson um að koma inn í þjálfarahóp deildarinnar. Ragnar mun sinna sérþjálfun hjá deildinni en mun meðal annars vera einn af þjálfurum á Afrekslínu félgsins ásamt því að sinna einstaklingsþjálfun fyrir iðkendur deildarinnar. Ragnar Hermannsson þarf vart að kynna fyrir Haukafólk enda er hann margreyndur þjálfari hér á […]

8. flokkur drengja Íslandsmeistarar

Um helgina urðu Haukar Íslandsmeistarar í 8.flokki drengja. Strákarnir töpuðu aðeins einum leik í riðlinum en Breiðablik unnu þá á flautukörfu eftir mikil villuvandræði í Haukaliðinu. Strákarnir unnu svo Stjörnuna, Skallagrím og Ármann. Lokamótið endaði endaði þannig að Haukar, Stjarnan og Breiðablik voru öll jöfn á toppnum en vegna innbyrðis viðureigna voru Hauka strákarnir á […]