9.flokkur Hauka í úrslit

9.flokkur Hauka leikur til úrslita á laugardaginn 29.maí kl 11:00.
Strákarnir spila gegn sterku liði Stjörnunnar.
Leikurinn fer fram í TM-hellinum (Seljaskóli).
Haukar unnu Fjölni í 8 liða úrslitum með 8 stigum.
Í undanúrslitum fengu þeir Selfoss en þeir höfðu tapað gegn sterku liði Selfossar fyrr í vetur með 21 stigi.
Strákarnir komu gríðarlega sterkir til leiks og unnu þeir Selfoss með 19 stigum.
Haukar hafa spilað gegn Stjörnunni tvisvar í vetur og tapað í bæði skiptin en miðað við framfarir strákanna þá má búast við hörkuleik.
Við hvetjum alla Haukamenn til að gera sér ferð í Breiðholtið og hvetja strákana til sigurs.
Áfram Haukar