Námskeið hjá Hugaríþrótta- deildinni í allt sumar

Hugaríþróttadeildin mun bjóða upp á vikunámskeið í allt sumar fyrir krakka frá 8-16 ára. Í boði eru námskeið fyrir hádegi frá kl. 9-12 og eftir hádegi 13-16. Námskeiðin verða þannig uppsett að einungis verður að hámarki spilað 1.5 klst af þessum 3 klst sem hver dagur er, og á móti verða stundað „raunheimaleikir“, spiluð borðspil, útivera, tefla, sundferðir, og útiíþróttir á körfuboltavellinum í nágrenninu, osfrv. Sem sagt, fjölbreytt og uppbyggileg iðja í bland við tölvuleikjaspilun, sem er einmitt í anda þess sem við erum að gera hjá Hugaríþróttadeild Hauka. Námskeiðin fara fram í húsnæði NÚ við Reykjavíkurveg 50 og þeir Magni Marelsson og Fannar Bragason munu sjá um námskeiðin ásamt yngri aðstoðarmönnum.

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum: Sportabler 

Annars er einnig hægt að styðjast við eftirfarandi slóð: https://www.sportabler.com/shop/haukar

Við hvetjum stelpur sérstaklega til þess að koma og prófa námskeiðin.